fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Óskar eftir samstarfsaðilum við uppbyggingu hagkvæms húsnæðis

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. maí 2018 18:30

Sjö þróunarreitir eru til skoðunar, sem sjá má á myndinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg óskar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík á sjö þróunarreitum víðs vegar um borgina. Mögulegt verður að byggja um 500 íbúðir á þessum svæðum. Þetta kemur fram á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Í vetur auglýsti Reykjavíkurborg eftir hugmyndum til að auka framboð af hagkvæmu húsnæði fyrir meðal annars ungt fólk og fyrstu kaupendur. Sextíu og átta aðilar brugðust við þessari hvatningu til nýsköpunar og framþróunar í uppbyggingu íbúða og sendu inn erindi. Unnið var úr þeim og valdar hugmyndir kynntar á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Nú er komið að næsta áfanga þessarar vegferðar og í dag auglýsti Reykjavíkurborg eftir samstarfsaðilum.  Þróunarsvæðin sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi, í Gufunesi, í Bryggjuhverfi við Elliðaárvog, við Stýrimannaskólann, á Veðurstofureit og í Skerjafirði. Deiliskipulag liggur fyrir í Úlfarsárdal, en á öðrum svæðum er samstarfsaðilum boðið að koma inn í þróunar- og deiliskipulagsvinnuna.

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní og geta lögaðilar lagt inn umsókn í fleiri en einn þróunarreit. Umsóknir verða metnar á grundvelli matslíkans og fá aðilar sem voru með tillögu á fyrsta stigi hugmyndaleitar  njóta þess í matslíkani. Að deiliskipulagvinnu lokinni verður hægt að úthluta lóðum og er gert ráð fyrir að þær verði á föstu verði, 45.000 kr. á hvern fermetra ofanjarðar auk gatnagerðargjalda.  Settar verða kvaðir á sölu byggingarréttar til að tryggja að þau kjör sem nú eru boðin gagnist síðari kaupendum og leigjendum. Reglur og kvaðir verða útfærðar í úthlutunarbréfi og þinglýst eftir atvikum.

Á vefsíðunni reykjavik.is/hagkvaemt-husnaedi eru nánari leiðbeiningar fyrir umsækjendur.

 

Bryggjuhverfi við Elliðaárvog

Bryggjuhverfi við Elliðaárvog

Gufunes

Gufunes

Kjalarnes

Kjalarnes

Skerjafjörður

Skerjafjörður

Stýrimannaskólinn

Stýrimannaskólinn

Úlfarsárdalur við Leirtjörn

Úlfarsárdalur við Leirtjörn

Við Veðurstofuna

Við Veðurstofuna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna