fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Meirihlutinn heldur – 8 listar fá fulltrúa kjörna

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. maí 2018 08:25

Ráðhús Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið, heldur borgarmeirihlutinn velli, með minnihluta atkvæða á bak við sig. Alls átta framboð fá mann kjörinn samkvæmt könnuninni.

Meirihlutaflokkarnir, Samfylking, VG, og Píratar fá alls 12 menn kjörna með 47,2% fylgi á bak við sig, en fjölgað verður í 23 fulltrúa í borgarstjórn, úr 15 nú.

 

Samfylking – 31,8% = 8 menn

Sjálfstæðisflokkur – 26,3% = 7 menn

Píratar – 8% = 2 menn

Vinstri grænir – 7,4% = 2 menn

Miðflokkurinn – 6,5% = einn maður

Viðreisn – 4.9% = einn maður

Sósíalistaflokkur – 3,9% = einn maður

Framsóknarflokkur – 3,6% = einn maður

 

Þeir sem ná ekki inn manni:

Flokkur fólksins – 3,4%

Kvennaframboðið – 0,9%

Karlalistinn – 0,9%

Íslenska þjóðfylkingin – 0,8%

Höfuðborgarlistinn – 0,6%

Alþýðufylkingin – 0,6%

Borgin okkar – Reykjavík – 0,4%

Frelsisflokkurinn – 0,0%

 

Næsti maður inn í borgarstjórn væri níundi maður Samfylkingarinnar.

 

Flestir nefndu Dag B. Eggertsson aðspurðir um hvern þeir vildu sem næsta borgarstjóra, eða 43,5%

Næstur kom Eyþór Arnalds með 29,4% og Vígdísi Hauksdóttur nefndu 8,5%

Könnunin var gerð dagana 17. til 21. maí. Alls svöruðu 1.610 en könn­un­in var send á 3.650 manns. Þátt­tak­an er því 44%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt