fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ísland fellur um fjögur sæti í samkeppnishæfni ríkja

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. maí 2018 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er í 24. sæti þegar kemur að samkeppnishæfni ríkja, samkvæmt niðurstöðum úttektar IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni ríkja. Þetta er í þrítugasta skiptið sem slík úttekt er gerð, að því er segir í fréttatilkynningu frá Viðskiptaráði Íslands.

Ísland fellur um fjögur sæti á listanum milli ára og situr nú í 24. sæti eða sama sæti og árið 2015. Niðurstaðan er nokkur vonbrigði þar sem Ísland hefur skriðið upp listann síðustu fjögur ár.

Í efnahagslegri frammistöðu fellur Ísland um 18 sæti og niður í það 57.  að þessu sinni. Minni hagvöxtur árið 2017 heldur en 2016 ásamt sterku gengi krónunnar skýrir þá þróun að miklu leyti. Skilvirkni hins opinbera minnkar einnig milli ára og fellur Ísland þar úr 8. sæti niður í það sextánda. Þar hefur gengi gjaldmiðilsins einnig áhrif, auk meiri hættu á pólitískum óstöðugleika og að áhrif stöðugleikaframlaga á opinber fjármál nýtur ekki eins sterkt við. Skilvirkni atvinnulífsins batnar lítillega milli ára og situr Ísland nú í 22. sæti en innviðir standa í stað í 17. sæti.

Bandaríkin í efsta sæti

Bandaríkin njóta góðs af kröftugum hagvexti og taka stökkið upp í efsta sætið á kostnað Hong Kong sem er í 2. sæti. Sviss sem var í 2. sæti í fyrra fellur aftur á móti niður í það fimmta og Holland hækkar um eitt sæti upp í það fjórða.

Ísland stendur Norðurlöndunum enn nokkuð að baki og eykst bilið milli ára. Danmörk er efst af Norðurlöndunum og hækkar um eitt sæti (6. sæti), Noregur er næst og hækkar um þrjú sæti (8. sæti) en Svíþjóð stendur í stað (9. sæti). Finnland fellur um eitt sæti niður í 16. Sæti og sem fyrr segir er Ísland neðst af Norðurlöndunum í 24. sæti.

Úttekt IMD á samkeppnishæfni þjóða er ein sú umfangsmesta í heimi og hefur verið framkvæmd í 30 ár. Úttektin samanstendur af yfir 300 undirþáttum. Tveir þriðju þeirra eru í formi haggagna sem safnað er af IMD og samstarfsaðilum í hverju ríki fyrir sig. Þriðjungur byggir á alþjóðlegri stjórnendakönnun sem um 6,200 stjórnendur fyrirtækja og annarra samtaka taka þátt í.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins