fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Vilja efla lýðræðislega þátttöku fatlaðs fólks í Reykjavík

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. maí 2018 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átak, félag fólks með þroskahömlun, heldur opinn fund á morgun þar sem fram koma fulltrúar allra framboða til borgarstjórnar. Er fundurinn haldin í Iðnó og er frá 13 – 16 og mun Jón Gnarr opna fundinn. Þá mun Improv Ísland standa fyrir spurningakeppni og pallborðsumræðum, en boðið verður upp á léttar veitingar og eru allir velkomnir.

Verkefnið heitir „Eflum lýðræðislega þátttöku fatlaðs fólks” og er styrkt af Erasmus+ og Evrópu unga fólksins, en þátttakendur eru fólk með þroskahömlun.

„Þetta er mjög öflugt framtak frá þessum flotta hópi fólks og afar mikilvægt að þær raddir heyrast í þjóðfélaginu eins og slagorð Átaks segir „Allt um okkur með okkur” sem er bein tilvísun í notendaráð sem fjallar um mikilvægi samráðs við fatlað fólk þegar að ákvarðanir eru teknar um þeirra líf og þróun á þjónustu,“

segir í tilkynningu.

Tilkynningin í heild sinni:

Eflum lýðræðislega þáttöku fatlaðs fólks í Reykjavík.

Átak félag fólks með þroskahömlun heldur opinn fund með framboðsflokkum

Reykjavíkur og reykvíkingum, í IÐNÓ miðvikudaginn 23. maí klukkan 13:00 til 16:00.

Verkefnið ber nafnið “Eflum lýðræðislega þátttöku fatlaðs fólks”.

Verkefnið er styrkt af Erasmus+ og Evrópu unga fólksins. Þátttakendur verkefnisins er fólk með þröskahömlun.

Þetta er mjög öflugt framtak frá þessum flotta hópi fólks og afar mikilvægt að þær raddir heyrast í þjóðfélaginu eins

og slagorð Átaks segir “Allt um okkur með okkur” sem er bein tilvísun í notendaráð sem fjallar um mikilvægi

samráðs við fatlað fólk þegar að ákvarðanir eru teknar um þeirra líf og þróunn á þjónustu.

Átak vill vekja athygli á þessu málefni og hvetja sveitarfélög til þess að stofna og eiga virkt samstarf við

notendaráð og nýta sér þannig sérþekkingu fatlaðs fólks við þróun þjónustu í sveitarfélaginu.

Fundurinn í Reykjavík er síðasti fundur verkefnisins, en undanfarnar vikur hefur

Átak haldið fundi á Selfossi, Akureyri og Ísafirði.

Allir flokkar í Reykjavíkur kjördæmi hafa boðað komu sína á fundinn, flestir oddvitar flokkana mæta og búist er við

fjölmennum fundi. En fundurinn er afar mikilvægur vettvangur fyrir fólk með þroskahömlun til að eiga samtal við

frambjóðendur til sveitastjórnarkosninga hver áherslumál þeirra eru í málefnum fatlaðs fólks.

Öllum er frjálst að mæta!

Í dag býr fatlað fólk á Íslandi við mismunandi skilyrði eftir því í hvaða sveitarfélagi það býr.

Sveitarfélögum er hinsvegar skylt að sjá til þess að fatlaðir íbúar búi við þau mannréttindi sem mælt

er um í Samningi Sameinuðuþjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í samningnum stendur að

stjórnvöld eigi ekki að taka ákvarðanir um málefni sem varðar fatlað fólk án þess að eiga

raunverulegt samráðvið fatlað fólk. Því ættu að vera notendaráð í öllum sveitarfélögum. Mikilvægt er

að fatlað fólk hafi aðgengi að virkri lýðræðislegri þátttöku. En til þess þurfa upplýsingar að vera aðgengilegar á

auðskildumáli og fatlað fólk á að getað valið sér aðstoðarfólk þegar það fer að kjósa. En margir sleppa

því að fara að kjósa því þeim finnst óþægilegt að geta ekki fengið að velja aðstoðarfólk sjálft”.

Vonumst til að sjá sem flesta,

kveðja Átak

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus