fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Tryggingarstofnun ofgreiddi 3.9 milljarða í fyrra – Vangreiddi 2.6 milljarða

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. maí 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggingastofnun hefur lokið endurreikningi á tekjutengdum greiðslum ársins 2017 hjá stærstum hluta lífeyrisþega, samkvæmt tilkynningu. Er endurreikningurinn miðaður við tekjuupplýsingar síðasta skattframtals.

Samtals var endurreiknað fyrir 57 þúsund lífeyrisþega sem fengu greidda 107,3 milljarða króna í tekjutengdar greiðslur á síðasta ári. Þar af voru 36 þúsund ellilífeyrisþegar og 21 þúsund örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar.

Endurreikningurinn leiddi í ljós að 44% þeirra sem fengu tekjutengdar greiðslur í fyrra, eigi inneign hjá TR. Upphæðin er að meðaltali 103 þúsund krónur og alls um 2.6 milljarðar. Inneignin mun greiðast með eingreiðslu þann 1. júní.

Þá fengu einnig 44% þeirra sem fengu tekjutengdar greiðslur í fyrra ofgreitt og er skuld þeirra að meðaltali 157 þúsund krónur, eða alls 3.9 milljarðar króna. Í tilkynningu er sagt að ekki sé óeðlilegt að frávik komi fram við endurreikning. Þarf skuldin að greiðast á 12 mánuðum, en hægt er að semja um lengri tíma.

 

Tilkynning Tryggingarstofnunar:

 

Endurreikningur tekjutengdra greiðslna ársins 2017

Tryggingastofnun hefur lokið endurreikningi á tekjutengdum greiðslum ársins 2017 hjá stærstum hluta lífeyrisþega. Einstaklingar geta skoðað niðurstöður eigin endurreiknings á Mínum síðum frá 22. maí.

Til að tryggja að lífeyrisþegar fái réttar greiðslur, sem eru í samræmi við raunverulegar tekjur þeirra á árinu 2017, miðast endurreikningurinn við tekjuupplýsingar í staðfestum skattframtölum. Endurreikningurinn er svo borinn saman við það sem greitt hafði verið á árinu. Niðurstaðan leiðir síðan í ljós hvort lífeyrisþegi fékk rétt greitt, vangreitt eða greitt umfram rétt.

Samtals var endurreiknað fyrir 57 þúsund lífeyrisþega sem fengu greidda 107,3 milljarða króna í tekjutengdar greiðslur á síðasta ári. Þar af voru 36 þúsund ellilífeyrisþegar og 21 þúsund örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar.

Niðurstaða endurreikningsins leiðir í ljós að 44% þeirra sem fengu tekjutengdar greiðslur á síðasta ári eiga inneign hjá TR upp á samtals 2,6 milljarða króna. Sömuleiðis fengu 44% ofgreitt, samtals 3,9 milljarða króna. Meðalupphæð inneigna sem lífeyrisþegar eiga hjá TR er 103 þúsund krónur en meðalskuld þeirra sem hafa fengið ofgreitt er 157 þúsund krónur.

Ekki er óeðlilegt að frávik á greiðslum komi fram við endurreikning en tiltölulega litlar breytingar á tekjum geta orsakað það. Frávikin árið 2017 voru innan við 100 þúsund krónur í tilfelli um 71% lífeyrisþega.

Uppgjör vegna endurreiknings

Þeir sem eiga vangreidd réttindi vegna ársins 2017 fá inneign  greidda með eingreiðslu þann 1. júní næstkomandi. Þeir sem fengu greitt umfram rétt byrja að greiða til baka skuld vegna ársins 2017  þann 1. september næstkomandi. Miðað er við að skuldin verði greidd á 12 mánuðum en ef það reynist lífeyrisþegum íþyngjandi er hægt að semja um lengri tíma.

Niðurstöður á Mínum síðum

Hægt er að skoða niðurstöður endurreikningsins á Mínum síðum á tr.is frá og með 22. maí. Næstu daga verður send tilkynning í pósti til þeirra sem þurfa að greiða til baka vegna ofgreiðslu nema þeir séu virkir notendur á Mínum síðum og til dánarbúa.

Lífeyrisþegar eru hvattir til að skoða niðurstöðu sína á Mínum síðum. Einnig er hægt að óska eftir að fá niðurstöðuna senda í pósti á tr.is, með því að hafa samband við stofnunina í síma 560 4400 og umboð sýslumanna um land allt eða með því að senda tölvupóst á tr@tr.is. Þá er algengum spurningum varðandi endurreikninginn svarað á tr.is undir liðnum spurt og svarað:

Upplýsingasíða um endurreikning og uppgjör 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus