fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Þjóðskrá sakar Hrafn um „svindl“ og „pretti“: „Hér er við sálarlausa stofnun að eiga“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. maí 2018 13:54

Hrafn Jökulsson féll frá í september 2022

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og skákfrömuður, segir í færslu á Facebook að þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt um páskana í Árneshrepp, hafi hann fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem haldið er fram að allt sé það „svindl og prettir.“ Í bréfinu komi fram að íbúi sem lögreglan ræddi við vegna óvenju margra lögheimilisskráninga í hreppnum undanfarið, hafi ekki kannast við að Hrafn byggi þar.

Færsla Hrafn er í raun opið bréf til hreppsnefndar Árneshrepps og einskonar svar við ummælum oddvitans, Evu Sigurbjörnsdóttur, sem sagði að nýjir íbúar sveitarfélagsins þyrftu að gera grein fyrir sér:

„Ég hefði haldið það, að við ættum að hafa skoðanir á því hverjir flytja inn í sveitina og hverjir ekki…. og í hvaða tilgangi.“

Um þetta segir Hrafn:

„Lögfróðir vinir mínir segja mér reyndar, að það sé ekki beinlínis í verkahring sveitarstjórna að hafa skoðanir á því hver flytur hvert eða í hvaða tilgangi, en mér rennur mér blóðið til skyldunnar að svara oddvitanum. Sjálfur er ég forvitinn um alla skapaða hluti, og skal í örlitlu máli gera grein fyrir sjálfum mér.“

Hrafn greinir síðan frá því hvenær hann tók fyrst ástfóstri við staðnum en Hrafn bjó í hreppnum frá 2007 til 2010. Hann segist lengi hafa viljað flytja aftur heim í hreppinn og hafi slegið til um páskana þegar hann missti leiguíbúð sína að Ránargötu í Reykjavík:

„Síðan fór ég suður að stússa í ýmsu, skipuleggja neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen, næstu skákhátíð á Grænlandi og fleira skemmtilegt. Ég gaf mér hinsvegar tíma til að tilkynna Þjóðskrá um breytt lögheimili, einsog lög kveða á um. Ég var sem sagt kominn heim, og hjarta mitt var barmafullt af gleði.En þá dundu ósköpin yfir!“

segir Hrafn og vísar til bréfsins sem hann fékk frá Þjóðskrá Íslands:

„Nú hef ég fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem því er haldið fram að allt sé þetta svindl og prettur, og ég skuli bara vesgú búa á Ránargötu 14 — vegna þess að íbúi í Árneshreppi sem lögreglan ræddi við ,,vissi ekki til þess“ að ég væri fluttur! Íbúar á Ránargötu 14 hafa sent Þjóðskrá staðfestingu á því að þar sé ekki svo mikið sem húsdraugur með mína kennitölu.“

Þá biðlar Hrafn til hreppsnefndarinnar um að staðfesta búsetu sína til Þjóðskrár í hvelli, annars líti hann svo á að hann hafi bæði verið sviptur heimili og kosningarétti:

„Jafnmikið og mér leiðist lagaþvarg, þá mun ég ekki láta kyrrt liggja ef sú verður raunin. Hvað mig varðar er nefnilega réttlætið sjálft í húfi. Og það er mér heilagt. Ég er ekkert sérstaklega vanur að kveinka mér, en hér er við sálarlausa stofnun að eiga.Ég heiti á ykkur, kæru sveitungar, að veita mér lið og senda tafarlausa yfirlýsingu til Þjóðskrár Íslands um að ég sé réttmætur innbyggjari í Árneshreppi.“

 

Málið er tengt byggingu Hvalárvirkjunar á svæðinu, en hreppsnefndin er klofin í afstöðu sinni til hennar; þrír eru fylgjandi, oddvitinn þar með talinn, en tveir eru andvígir.

Íbúar Árneshrepps skiptast í tvær fylkingar og er skyndileg 40% aukning íbúa svæðisins sögð vera skipulögð af þeim sem andvígir eru virkjuninni svo þeir geti kosið nýja hreppsnefnd í næstu sveitastjórnarkosningum, sem væri vilhöll málstaðnum.

Þjóðskrá óskaði eftir aðstoð lögreglu við að sannreyna búsetu á heimilum í Árneshreppi í kjölfarið og hefur lögreglan á vestfjörðum keyrt um hreppinn til að banka upp á hjá fólkinu þar, við misgóðar undirtektir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“