fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Segir ríkisstjórnina standa í vegi fyrir leiðréttingu kennaralauna

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. maí 2018 11:15

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Viðreisnar sendi frá sér yfirlýsingu í dag til stuðnings kennurum. Þeir eru ekki sagðir fá laun í samræmi við menntun og álag í starfi og aðgerðarleysi stjórnvalda sagt ámælisvert. Vísað er í aðalfund félags grunnskólakennara, þar sem skorað var á alla er láta skólastarf sig varða, að mynda þjóðarsátt um bætt starfskjör kennara og skólastjórnenda. Er ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir að afgreiða ekki tillögu Viðreisnar um slíka þjóðarsátt, en hreykja sér af stórsókn í menntamálun eigi að síður:

„Í stefnu Viðreisnar er lögð áhersla á að grunn- og leikskólar verði eftirsóttir vinnustaðir með því að hækka laun og draga úr álagi í starfi. Þá hefur þingflokkur Viðreisnar lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta með það fyrir augum að leiðrétta kjör þeirra stétta sem eru að miklum meirihluta skipaðar konum og búa við umtalsvert lakari kjör en sambærilegar stéttir þar sem kynjahlutföllin eru önnur. Þingsályktunartillögunni var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar, en meirihluti nefndarinnar hefur tafið framgang hennar svo hún hefur ekki komist til síðari umræðu á þinginu. Aðgerðarleysi stjórnvalda er ámælisvert eitt og sér. Það er sérstaklega alvarlegt að horfa upp á ríkisstjórnarflokkana þrjá, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokk og Framsókn nýta þingstyrk sinn til að standa í vegi fyrir þessari löngu tímabæru leiðréttingu á sama tíma og ríkisstjórnin hælir sér af stórsókn í menntamálum.  Tillagan um þjóðarsáttina er löngu tilbúin og ekkert því til fyrirstöðu að afgreiða hana.“

 

 

Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan:

„Kennarar fá ekki laun í samræmi við menntun og álag í starfi. Ein afleiðing þess er að nýliðun í stéttinni er afar lítil og það kemur bæði niður á starfsfólki skólanna og nemendum. Á nýlegum aðalfundi Félags grunnskólakennara var skorað á alla sem láta sig skólastarf varða að mynda þjóðarsátt um hækkun launa og bætt starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda. Félagsfólk ályktaði að stórsókn í menntamálum væri orðin tóm nema laun grunnskólakennara yrðu gerð samkeppnishæf launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun.

Í stefnu Viðreisnar er lögð áhersla á að grunn- og leikskólar verði eftirsóttir vinnustaðir með því að hækka laun og draga úr álagi í starfi. Þá hefur þingflokkur Viðreisnar lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta með það fyrir augum að leiðrétta kjör þeirra stétta sem eru að miklum meirihluta skipaðar konum og búa við umtalsvert lakari kjör en sambærilegar stéttir þar sem kynjahlutföllin eru önnur. Þingsályktunartillögunni var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar, en meirihluti nefndarinnar hefur tafið framgang hennar svo hún hefur ekki komist til síðari umræðu á þinginu.

Aðgerðarleysi stjórnvalda er ámælisvert eitt og sér. Það er sérstaklega alvarlegt að horfa upp á ríkisstjórnarflokkana þrjá, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokk og Framsókn nýta þingstyrk sinn til að standa í vegi fyrir þessari löngu tímabæru leiðréttingu á sama tíma og ríkisstjórnin hælir sér af stórsókn í menntamálum.  Tillagan um þjóðarsáttina er löngu tilbúin og ekkert því til fyrirstöðu að afgreiða hana. Við í Viðreisn tökum undir ályktun Félags grunnskólakennara og skorum á ríkisstjórnina að taka ályktunina til afgreiðslu um leið og þing kemur aftur saman.  Í kosningunum á laugardaginn er einfalt að bregðast við ákalli kennara með því að veita Viðreisn brautargengi.  Atkvæði til Viðreisnar er atkvæði til kennara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Næstráðandi Verkamannaflokksins í Bretlandi sætir lögreglurannsókn

Næstráðandi Verkamannaflokksins í Bretlandi sætir lögreglurannsókn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra