fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Kostnaðurinn við að vera sjálfhverfur – Harari skrifar um samtímann

Egill Helgason
Þriðjudaginn 22. maí 2018 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yuval Noah Harari gat sér heimsfrægð fyrir bækur sínar Sapiens og  Homo Deus. Sú fyrri fjallar um sögu mannkynsins frá því í árdaga, hin síðari er framtíðarsýn, Harari veltir fyrir sér hvert verði líf mannanna með allri þeirri tækni sem hann hefur yfir að ráða – meðal þess sem hann skrifar um er gervigreind og möguleikar læknisfræðinnar til að lengja líf mannanna. Homo Deus – það er maðurinn sem verður Guð.

Fyrri bókin mun vera væntanleg á íslensku.

Þetta er ungur maður, ekki nema 42 ára, en telja má hann einn áhrifamesta hugsuð í heimi um þessar mundir. Harari er Ísraelsmaður, kennir við Oxford og við Hebreska háskólann í Jerúsalem.

Í Guardian má lesa að ný bók eftir Harari sé væntanleg í ágúst. Hún nefnist á ensku 21 Lessons for the 21st Century.

Í bókinni fjallar Harari um stjórnmmál samtímans. Meginhugmynd hans er sú að mannkynið eigi ekki annan kosst en að standa saman. Sagan sé að þróast öll í þá átt – til einnar alheims siðmenningar, ólíkt því sem áður var þegar mátti finna á jörðinni mismunandi tegundir af siðmenningu.

Harari segir að áskoranir eins og hnattræn hlýnun, tæknivæðing og útbreiðsla kjarnorkuvopna geri mennina sífellt háðari hver öðrum – og lausnir sé ekki að finna nema með samvinnu og innan stórra heilda eins og til dæmis Evrópusambandsins.

Í viðtalinu við Guardian segir Harari:

Á annarri öld og við aðrar aðstæður væri ekki endilega neitt rangt við Brexit. En menn vilja algjörlega sjálfstætt ríki sem er ekki hluti af stærri heild, þá er það í sjálfu sér fínt. En vandinn er að við þær ógnir sem steðja að okkur nú verður kostnaðurinn við að vera mjög sjálfhverfur sífellt hærri og hærri.

Harari segir að það sé óhjákvæmilegt að mannkynið læri að iðka meiri samvinnu. Hann hefur áhyggjur af því að Evrópusambandið kunni að liðast í sundur:

Ef Evrópusamstarfið mistekst, þá bendir það til þess að trúin á frelsi og umburðarlyndi sé ekki nægilega sterk til að leysa vandamál sem við er að glíma. Ef Grikkir og Þjóðverjar geta ekki komið sér saman um sameiginlega framtíð og ef 500 milljón ríkir Evrópubúar geta ekki tekið við fáeinum milljónum bláfátækra flóttamanna, hverjar eru þá líkurnar á að mannkynið sigrist á enn stærri vandamálum sem ógna okkur?

Tökum til dæmis gervigreind sem getur getur kollvarpað vinnumarkaðnum. Þetta skapar miklu stærri félagsleg og efnahagsleg vandamál en fáeinar milljónir innflytjenda í Evrópu eða verkamenn frá Póllandi og Rúmeníu sem koma til Bretlands.

Í bókinni er Evrópusambandið tekið sem dæmi um hvernig þjðir vinni saman, hvernig er hægt að láta hagsmuni þeirra vegast á – og svo hvað gæti verið í húfi ef það klúðrast. Harari segir, nokkuð kaldhæðnislega:

Umhverfismál eru alþjóðleg, efnahagsmálin eru alþjóðleg, vísindin eru alþjóðleg, en við erum erum föst í stjórnmálum sem eru bundin við þjóðir. Til þess að stjórnmálin virki verðum við annað hvort að koma því þannig til leiðar að umhverfið, efnahagsmálin og framrás vísindanna verði afhnattvædd – eða við neyðumst til að hnattvæða stjórnmálin.

Harari er eins og áður segir prófessor við Hebreska háskólann í Jerúsalem. Hann er spurður um atburðina í síðustu viku, þegar ísraelskir hermenn drápu og særðu mikinn fjölda Palestínumanna:

Ef hver þjóð hugsar bara um sjálfa sig, hver hugsar þá um vandamál jarðarinnar í heild sinni? Ég fæ ekki séð að Ísrael hafi neitt fram að færa gagnvart stóru málunum sem ógna mannkynininu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins