fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Helmingur vill ekki veggjöld

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. maí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð andstaða reyndist gegn innheimtu veggjalda til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi, samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 13. til 19. apríl 2018. Alls sögðust 50% svarenda andvígir innheimtu slíkra gjalda en 31,4% hlynntir henni. Stuðningur við innheimtu veggjalda hefur þó aukist lítillega (um 6 prósentustig) á milli ára en 25,4% svarenda kváðust hlynntir slíkri gjaldtöku í könnun MMR frá apríl 2017. Hlutfall andvígra hefur að sama skapi minnkað um tæp 6 prósentustig á milli ára.

0805 Vegatollar

Spurt var: „Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ert þú innheimtu veggjalda (þ.e. vegatolla) til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi? – með veggjöldum (vegatollum) er átt við rukkun fyrir notkun ákveðinna vega“
Svarmöguleikar voru: „Mjög andvíg(ur)“, „Frekar andvíg(ur)“, „Hvorki fylgjandi né andvíg(ur)“, „Frekar fylgjandi“, „Mjög fylgjandi“, „Veit ekki“ og „Vil ekki svara“. Samtals tóku 95,5% afstöðu til spurningarinnar.

 

Munur eftir lýðfræðihópum
Lítill munur var á afstöðu eftir kyni og búsetu svarenda. Andstaða við innheimtu veggjalda var minnst á meðal svarenda á aldrinum 18-29 ára (41%) en þeir lýstu einnig í mestum mæli yfir stuðningi við slíka innheimtu (36%). Mest var andstaðan á meðal svarenda á aldrinum 30-49 ára (56%) og 50-67 ára (51%). Stuðningur við innheimtu veggjalda jókst með aukinni menntun og auknum heimilistekjum.

Þegar litið var til stjórnmálaskoðana mátti sjá nokkra skiptingu á afstöðu svarenda. Stuðningsfólk Miðflokks (63%), Flokks fólksins (63%) og Pírata (60%) kváðu mesta andstöðu gegn innheimtu veggjalda en alls sögðust rúm 52% stuðningsfólks Flokks fólksins mjög andvíg slíkum gjöldum. Mestan stuðning við innheimtu veggjalda var að finna á meðal stuðningsfólks Viðreisnar (47%) og Sjálfstæðisflokks (45%).

0805 Vegatollar x

 

MMR könnun 2017: Andstaða við hugmyndina um innheimtu veggjalda

MMR könnun 2011: Andstaða við veggjöld

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins