fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Fjarlægðu andlit borgarstjórans

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. maí 2018 09:14

Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andlit Dags B. Eggertssonar borgarstjóra var fjarlægt eftir að kvartað hafði verið undan því. Ekki er um að ræða eiginlegt andlit borgarstjóra, né framhald kvikmyndarinnar Face/off, heldur auglýsingu Samfylkingarinnar sem sett var upp í glugga hússins á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Ósamþykktar stúdíóíbúðir eru í húsinu og barst kvörtun frá einum nágranna í götunni. Fyrir kosningarnar 2014 var einnig sett upp auglýsing frá Samfylkingunni á sama stað, en þá var þar blómabúð.

„Fyrir fjórum árum bauð ég Samfylkingunni að setja þarna upp auglýsingar og voru þær þarna í tvær vikur og síðan teknar niður. Eftir það hékk þarna auglýsing frá Tryggingamiðstöðinni þar til kvörtun barst frá eiganda í húsinu sem vildi ekki hafa hana. Þá var hún tekin niður,“

segir Jón Magngeirsson, eigandi húsnæðisins, í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að íbúunum hafi verið sama um auglýsinguna.

„Eigandi hússins bauð okkur þetta auglýsingapláss án endurgjalds. Hann var fyrsti fótboltaþjálfari Dags og gamall stuðningsmaður úr Árbænum. Plássið fékkst án endurgjalds fyrir fjórum árum og aftur nú. Þetta er hans leið til að styrkja framboðið,“

er haft eftir Rögnu Sigurðardóttur, kosningastjóra Samfylkingarinnar.

Að hennar sögn voru auglýsingarnar teknar niður eftir að framboðið fékk veður af því að auglýsingarnar hefðu vakið deilur innan húsfélagsins.

Þá segir hún að þau hafi sett upp auglýsinguna í þeirri trú að engin byggi í húsinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki