fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Dagur er ekki hrifinn af fríum strætó: „Markmiðið á að vera hágæða almenningssamgöngur“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 22. maí 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ekki hrifinn af kosningaloforði Framsóknarflokksins um að hafa frítt í strætó. Sagði Dagur á Beinni línu DV í dag að slíkt virki ekki og geri það að verkum að dýrt verði að bæta þjónustuna í framtíðinni:

„Við höfum skoðað þetta því þetta hefur oft komið upp í umræðunni. Það hafa verið gerðar mjög frægar tilraunir í þessu, við gerðum eina sjálf, við vorum með ókeypis í strætó fyrir námsmenn í háskólanum í nokkur ár. Það jók ekki notkun þeirra á strætó. Það sem jók hins vegar notkun þeirra á strætó var, í staðinn fyrir að vera með alveg frítt, bættum þjónustuna,“

sagði Dagur. Hann sagði jafnframt það ekki vera tilviljun að langflestar borgir væru með almenningssamgöngur sem kostuðu:

„Það er fræg tilraun frá Belgíu þar sem þeir sem voru frönskumælandi fengu frítt en ekki þeir flæmskumælandi. Og það skipti ekki öllu máli því það er svo hagstætt að fara í strætó í raun. Þetta virðist vera meiri spurning um betri þjónustu og reynsla margra er sú að ef þú ert með eitthvað ókeypis þá er svo dýrt að bæta þjónustuna. Þá er svo dýrt að auka útgjöld. Þannig að það er engin tilviljun að langflestar borgir, nánast allar, hafa almenningssamgöngur sem kosta, en markmiðið á að vera hágæða almenningssamgöngur og það er það sem er niðurstaða flestra sem virkar.“

Það er frítt í strætó á Akureyri, telur Dagur það vera sönnun um að það virki ekki:

„Þar er ennþá hærra hlutfall ferða sem eru farnar á bíl heldur en hér. Og okkur finnst okkar tölur vera of háar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins