fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Örvænting grípur um sig í ferðaþjónustunni

Egill Helgason
Mánudaginn 21. maí 2018 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að finna hvernig tónninn í ferðaþjónustunni er að breytast og það hratt. Það voru áhyggjur í haust og vetur, en nú er maður farinn að finna fyrir smá örvæntingu.

Í Morgunblaðinu fyrir fáum dögum var grein þar sem sagði að áform væru uppi um að opna meira 30 ný veitingahús í Reykjavík á næstu mánuðum. Þetta er há tala, ofan á allt sem fyrir er. En svo er talað við forstjóra Regins sem sér um að ráðstafa húsnæði á Hafnartorgi Eftir honum er haft að Reginn ætli að minnka hlutfall veitingahúsnæðis á Hafnartorgi vegna „breyttrar stöðu í veitingageiranum“.

En hvað á að koma í staðinn fyrir veitingahúsin? Fleiri verslanir? Það er að verða til ofboðslegt magn af verslanarými í Miðborginni. Á sama tíma myndi manni þykja líklegt að Íslendingar fari til útlanda eða kaupi á netinu eins og enginn sé morgundagurinn – miðað við hið háa krónugengi. Það endist ekki lengi.

Neyttu meðan á nefinu stendur, sagði kerlingin í þjóðsögunni.

Mest hefur verið rætt um það hingað til að spár um fjölgun gangi ekki eftir. Það getur verið mjög vandræðalegt, uppbygging á hótelum og gistirými hefur tekið mið af þessum spám – og margir eiga mikið undir því að þær rætist, til dæmis lífeyrissjóðir. Icelandair er búið að setja hótelin sín í sölu. Þetta eru 13 hótel með næstum 2000 herbergjum.

Hver vill kaupa svona mikið af hótelherbergjum?

En tónninn er enn myrkari í frétt sem birtist á Vísi í gær. Þar er beinlínis talað um samdrátt í ferðaþjónustunni og hrun í sérferðum. Segir að ferðaþjónustufyrirtæki sé unnvörpum að leggja upp laupana en hjá bílaleigunum sé minnkunin 20 prósent.

Margir sem tala um fréttina tala um græðgi sem sé að verða íslensku ferðaþjónustunni. Sú skýring er ekki einhlít. Tilkostnaður er mjög hár hér á Íslandi. Maður heyrir að vandræðin blasi ekki síst við úti á landi, á svæðum þar sem ferðatíminn er frekar stuttur. Farþegarnir sem hingað koma í stórum stíl í hinum miklu flutningum Icelandair og Wow yfir Atlantshafið, með viðkomuá Íslandi, halda áfram að fara í stuttar ferðir um Suðurland.

Áfangastöðum þessara félaga í Bandaríkjunum fjölgar stöðugt. Plan þeirra er að Ísland sé miðstöð flutninganna – hub heitir það á ensku. En það er þessi stefna sem veldur því að við erum að fá hingað fjölda farþega sem stoppar mjög stutt og eyðir litlu fé.

Ég skrifaði fyrir nokkuð löngu pistil um það hvernig flugfélögin fengju ein og óáreitt að ráða stefnunni í ferðaþjónustunni hér – án þess að stjórnvöld hefðu nokkuð um það að segja eða reyndu að hafa áhrif þar á. Það hefur ekki breyst. Ríkisstjórn eftir ríkissstjórn hefur enga stefnu í málefnum stærstu atvinnugreinarinnar í landinu.

Hinum áhugasömu Íslandsferðamönnum sem komu að miklu leyti frá meginlandi Evrópu fækkar. Jú, kannski hefur græðgin eitthvað að segja. Við fórum að líta á ferðaþjónustuna sem brjáluð uppgrip – eins og síldina hérna einu sinni. Málið væri bara að moka nógu miklu upp. En gengi íslensku krónunnar hefur líka sitt að segja – við erum eins og alkinn sem aldrei lærir, fær sér sjúss og er samstundis dottinn í flöskuna. Horfum á krónugengið rjúka upp og erum enn einu sinni standandi hissa.

Svo fellur það aftur með tilheyrandi skerðingu á þeim ágætu lífskjörum sem við njótum nú. Þá fara menn að tala um að krónan sé alveg nauðsynlegt tól til aðlögunar í hagkerfinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus