fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Mótmæla hvalveiðum Kristjáns Loftssonar: „Algjör tímaskekkja!“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. maí 2018 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og greint var frá fyrir skemmstu hyggst Kristján Loftsson og fyrirtæki hans Hvalur hf. hefja veiðar á langreyði þann 20. júní að nýju eftir tveggja ára hlé. Ekki eru allir sannfærðir um ágæti þess að hefja slíkar veiðar á ný og hafa samtökin Jarðarvinir sent frá sér tilkynningu þar sem miklum áhyggjum er lýst yfir fyrirhuguðum veiðum, en formaður og stofnandi samtakanna er Ole Anton Bieltvedt.

Þar er tilgangur veiðanna sagður óljós auk þess sem orðspor og ímynd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi er sagt í húfi, og veiðarnar sagðar geta haft áhrif á ferðamennsku og útflutningsatvinnugreinarnar:

„…tilgangur veiðanna er óviss eða enginn, góð ímynd og orðspor þjóðarinnar á alþjóðavettvangi í húfi, stórfeld áhætta tekin með veiðum fyrir ferðaþjónustuna og útflutningsatvinnuvegina og hvalaveiðar auk þess villimannslegar – hreint dýraníð – og með öllu siðlausar og ómannúðlegar. Veiðar væru algjör tímaskekkja!“

Meðfylgjandi tilkynningu Jarðarvina er áskorun sem send var á alla Alþingismenn þann 22. apríl um að beita sér fyrir því að stöðva fyrirhugaðar veiðar í tæka tíð. Það var ekki gert.

Áskorunina má lesa hér að neðan:

 

Kæri Alþingismaður,

Við sendum þér erindi um þetta mál þann 22. apríl s.l. Í millitíðinni höfum við beitt okkur fyrir auglýsingaherferð til að upplýsa almenning um málið. Sjá í þessu sambandi t.a.m. viðhengi.

Ef af veiðum verður, hefjast þær eftir réttan mánuð. Tími til að koma í veg fyrir það slys, fyrir land og þjóð, sem þessar veiðar myndu vera, er því mjög naumur.

Við heitum því á allar góðar konur og menn á Alþingi, í öllum flokkum, að taka saman höndunum til að koma málinu á dagskrá þingsins, þó að þinghlé sé fram undan, og tryggja það, að Alþingi taki afstöðu til veiðanna, áður en til þeirra kemur.

Mikið er af ungu og framsýnu, nýju fólki á Alþingi, sem skilur, annars vegar, þörfina á því, að við tryggjum okkur jákvæða ímynd og jákvætt orðspor erlendis, vegna ferðaþjónustunnar og útflutnings okkar á sjávarafurðum, landbúnaðarafurðum og annari íslenzkri framleiðsluvöru, og, hins vegar, þörfina á því, að við leggjumst saman á árina til að verja það lífríki – fánu og flóru – sem mannkynið hefur spillt og gengið heiftarlega á síðustu ár og aldir;

við hljótum að setja okkur háleitara markmið en það, að skila af okkur „stórskemmdri jörð og spilltu lífríki“ til barna okkar og barnabarna.

Hér eru helztu rökin fyrir því, að hafna ber nýjum veiðum á langreyði

/hvölum:

  1. Skv. CITES samkomulaginu, sem um 190 þjóðir – flest allar

þjóðir heims – hafa staðfest, er sala og kaup svo og flutningur

allra hvalaafurða, í lögsögu þessara ríkja, bannaður.

Það er því í reynd ill- eða ómögulegt að selja eða flytja hvalaafurðir, í hvaða formi sem er; þetta virðist vera tilgangslaust dráp.

  1. Almenningur víða um heim tekur nú í vaxandi mæli mið af dýra-náttúru- og umhverfisvernd við kaup á matvælum og öðrum vörum, val á ákvörðunarstað í ferðalögum o.s.frv.

Mikill hluti af þessu fólki lítur á hvaladráp sem heiftarlegt og óþarft dýraníð, sem það líka er, og sjá menn lítinn mun á því, að Afríkubúar myndu elta uppi fíla, flóðhesta, gíraffa og nashyrninga á skutultrukkum, skjóta þá svo með  sprengjuskutlum – eins og hvalirnir eru skotnir – , særa, án þess að drepa, og draga þá svo um holt og hæðir, hálfdauða og hálflifandi, langtímum saman, og murka þannig úr þeim líftóruna.

Hvað segðum við um slíkt athæfi annara gagnvart landspendýrum?

Þetta er nú það, sem við höfum stundað hér og til stendur að hefja að nýju gagnvart sjávarspendýrum.

Almenningur víða um heim skilur, að þetta er nákvæmlega það

sama.

Minnast menn öldu andúðar, hneykslunar og reiði, sem upp koma víða um heim, þegar bandarískur tannlæknir fór á ljónaveiðar með boga og örvar. Hvaladrápið með skutli er sízt skárra, sennilega mun verra.

  1. Um 50% af hagvexti landsmanna eftir hrun kemur frá ferðaþjónustunni. 2017 voru tekjur af ferðaþjónustu yfir 500

milljarðar. Hún stóð undir yfir 40% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Frekari 20% koma úr útflutningi á sjávarafurðum. Nokkur útflutningur landbúnaðarafurða – lambakjöts – var líka í gangi. Flutningaþjónusta Icelandair og WOW færir líka umtalsverða björg í bú. Öll er þessi starfssemi háð velvild og jákvæðri afstöðu erlendra markaða og ferðamanna gagnvart Íslandi og Íslendingum.

  1. Ef litið er til efnahagslegra hagsmuna bara í kringum hvalina, þá eru tölur ársins 2017 þessar: Tekjur af friðsamlegri hvalaskoðun nær 400.000 manna um 5 milljarðar. Tekjur af veiðum IP-útgerðar á 17 hrefnum – fleiri dýrum náðu þeir ekki, þó að kvótinn leyfði veiðar á 269 dýrum – 17 milljónir. Tekjur 2017 af drápi á hrefnum nemur því aðeins 0,3% af tekjum af friðsamlegri hvalaskoðun.
  2. Þegar Sigurður Ingi ákvað kvóta fyrir nýjar hvalveiðar, snemma

árs 2013, til 5 ára, voru aðstæður og forsendur í þjóðfélaginu allt aðrar en nú.

Afleiðingar hrunsins lágu enn með þunga á landsmönnum, atvinnumál og erlendar tekjur voru mikilvægar og alþjóðleg vitundarvakning um verðmæti dýra-, náttúru- og lífríkisins – hin „græna bylgja“ – skemur á veg komin.

2013 voru ferðamenn aðeins 800 þúsund, nú nálgast þeir 3 milljónir; gildi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðina var miklu minna þá.

Ég tel mig vissan um, að Sigurður Ingi hefði ekki veitt svona kvóta í dag, ég efast reyndar um, að hann sé með drápi á langreyðum yfir höfuð í dag.

  1. 1. janúar 2014 tóku ný lög um dýravelferð gildi. Lög nr. 55/2013. Lög þessi ná til allra dýra nema „villtra fiska“. Þau ná því til allra spendýra, líka auðvitað hvala. Í 21. grein segir:

„Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti…“.

Í 27. gr. segir: „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum eða kvölum“:

Í skýrslu Vassili Papastavrou, sjávarlíffræðings, frá marz 2013,

segir m.a.: „Færri en einn af hverjum fimm hvölum drepast samstundis í veiðum Japana og gögn sína að eitt dýr átti í dauðastríði lengur en 35 mínútur eftir að sprengjuskutull hæfði það“. Ennfremur: „Hlutfall hvala sem týnast í hafi (eru hæfðir af sprengjuskutli, en ná að rífa hann úr holdi sýnu og líffærum, til þess eins að deyja drottni sínum í kvalræði, kannske smám saman á dögum eða viku) eftir að vera skotnir er fimm sinnum hærri við Ísland en þær tölur sem hafa verið genar upp varðandi Noreg og Japan“. „Þetta kann að þýða að mun erfiðara sé fyrir íslenska hvalveiðimenn að hæfa dýrin af nákvæmni þannig að það leiði til dauða þeirra samstundis“.

„Meðaltalstími sem það tók fyrir hval að drepast sem ekki drapst samstundis var tíu mínútur“.

Dr. Egil Ole Öen gerði skýrslu fyrir sjávarútvegsráðherra í febrúar 2015. Náði þessi skýrsla til dráps á 50 lagreyðum 2014.

Þar segir m.a.: „No whales were recorded instantly dead“. Enginn þessa 50 hvala dó strax. 8 hvalir urðu að heyja dauðastríð í allt að 16 mínútur. 4 hvali varð að skjóta aftur, með skutli nr. 2. Á meðan barðist dýrið um með skutulinn, sem breytist í stálkló við átökin, fastan í líffærum, vöðvum, innyflum og holdi, upp á líf og dauða, auðvitað í heiftarlegu kvalræði.

Það skal sterklega dregið í efa, að hvalveiðar í núverandi mynd

standist lög nr. 55/2013.

  1. Einn ágætur þingmaður skrifaði mér, að það væri allt of mikið af hvölum við landið. Hvernig má það vera, úr því að IP útgerð tókst aðeins að veiða 17 hrefnur í fyrra, þó að heimild hafi verið til að veiða 269 dýr. Varla passar þetta saman.
  2. Aðrir spámenn halda því fram, að hvalir éti allt of mikinn fisk.

Í fyrra vor var málþing í Öskju um „Hlutverk hvala í lífríkinu“.

Þar kynntu hvalasérfræðingarnir, Gísli Víkingsson og Joe Roman, þá niðurstöðu umfangsmikilla og langvinnra rannsókna, að hvalirnir gæfu meira til lífríkisins en þeir tækju.

Byggist það á því, að mikill fjöldi hrattvaxandi smádýra og fiska lifa á úrgangi hvala, og, þegar hvalir deyja, lifir mikill fjöldi líka hrattvaxandi djúpsjávardýra á hræinu. Skila því hvalir meiru til lífríkisins, en þeir taka.

  1. Hvalveiðisinnar hafa gjarnan vitnað til þess, að ferðamönnum hafi fjölgað mjög síðustu árin, þrátt fyrir hvalveiðar. Þetta er auðvitað villandi, nánast rangfærslur, því að það hafa engar veiðar á langreyði átt sér stað í næstum þrjú ár, og hrefnuveiðar hafa verið mjög takmarkaðar; hefur lítið fyrir þeim farið.

Á þessum þremur síðustu árum mikillar fjölgunar ferðamanna

hefur því lítið sem ekkert á hvalveiðimálið reynt.

Á móti öllu ofannefndum hagsmunum landsmanna koma vafasamir hagsmunir eins fyrirtækis. Eigum við að hætta þjóðarhagsmunum og velferð Íslendinga á torgi þráhyggju stjórnanda eins fyirtækis og vafasamra hagsmuna þess!?

Málið er í ykkar höndum. Við treystum því, að þið takið á því með ákveðni og festu og afgreiðið það með skynsamlegum og réttum hætti, innan þeirra þröngu tímamarka, sem eru.

Fyrir heill og velferð Íslands og Íslendinga.

      JARÐARVINIR

Ole Anton Bieltvedt, formaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn