fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Íbúar borgi fyrir nýtt fyrirkomulag í sorphirðu – allt að 20 milljónir á gámasamstæðu?

Egill Helgason
Mánudaginn 21. maí 2018 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi frétt Ríkisútvarpsins vakti nokkuð sterk viðbrögð á alnetinu í gær. Þarna er fjallað um nýtt fyrirkomulag í sorphirðumálum, svokallaða djúpgáma sem eiga að koma í stað sorptunna og grenndargáma.

Þarna er rætt við embættismann hjá borginni, Eygerði Margrétardóttur, sem segir að vissulega geti verið vandkvæðum bundið að koma upp þessum gámum, sérstaklega í eldri hverfum.

Hún bætir svo við að þetta verði kostnaðarsamt, um tuttugu milljónir króna á fimm gáma einingu sem býður upp á margháttaða sorpflokkun. Og Eygerður segir að þessi kostnaður muni falla á íbúana – það vinni þó upp á móti að kannski losni pláss fyrir hjólageymslur og slíkt.

20 milljónir króna. Það er ansi mikill kostnaður. Reyndar tekur borgin þegar ansi hátt sorphirðugjald – og það hefur ekki bætt þjónustuna sérstaklega því vikur líða á milli þess að ruslatunnur eru tæmdar.

En spurningin er þá á hversu mörg hús eða íbúðir svona kostnaður myndi dreifast? Sjálfur bý ég í hverfi þar sem er mikið af gistiheimilum, Airbnb-gistingu og veitingahúsum. Eiginlegir íbúar eru sárafáir. Hvernig ætti að skipta þessum kostnaði?

Eygerður segir:

Sorphirða er auðvitað á höndum borgarinnar en við lítum þannig á að djúpgámar séu sambærilegir geymslu þannig að rekstur, framkvæmd og kaup á djúpgámum eigi að vera á höndum íbúa.

Samkvæmt þessu myndi borgin, með sínu nokkuð háa útsvari, færa sorphirðuna lengra frá sér og meira í hendur íbúanna sjálfra.

Svo er reyndar spurning um flokkunina sjálfa, hvernig tekst til með hana. Hjálmar Gíslason, sem hefur búið í Boston undanfarin ár, hefur ákveðnar efasemdir í því efni og skrifar:

Það er nú einhver kosningalykt af tímasetningu og framsetningu þessarar fréttar, en stærsti misskilningurinn í Reykjavík og nágrenni er samt þessi mikla flokkun sem ætlast er til að íbúar framkvæmi og komi svo mismunandi gerðum úrgangs á mismunandi staði. Alls staðar þar sem mælingar hafa verið gerðar sýnir sig að “single stream” endurvinnsla er eina fyrirkomulagið sem leiðir til þess að mest allt endurvinnanlegt efni skili sér í endurvinnslu. Ef það er of flókið að flokka eða skila endurvinnslu setur fólk einfaldlega allt í ruslið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“