fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Davíð: Leiða þarf saman Framsókn og Miðflokk

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 20. maí 2018 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir að það þurfi að leiða saman Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn, á meðan þessir flokkar séu ósáttir við hvorn annan þá er erfiðara fyrir Framsókn að mynda meirihluta til hægri, bæði í borg og ríki. Davíð er nú í viðtali við Pál Magnússon á útvarpsstöðinni K100, sem er hluti af Morgunblaðinu.

Davíð, sem var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 1982 til 1991, segir það verða erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að verða aftur stöðugt stærsti flokkurinn í borginni. Gaf hann í skyn að kjósendur myndu refsa Sjálfstæðisflokknum vegna þess að flokkurinn hafi ekki staðið sig nógu vel í minnihluta á kjörtímabilinu sem er að ljúka.

Varðandi stöðuna í landsmálunum þá segir Davíð að það hefði verið erfitt að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem situr núna, hafi það aðallega strandað á Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem hafi ekki verið tilbúinn til samstarfs við Miðflokkinn. Segir Davíð að best væri að leiða þessa flokka saman, annars yrði Framsókn alltaf opnari fyrir samstarfi til vinstri, bæði í ríkisstjórn og borgarstjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn