fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Viðbótarframlög vegna þjónustu við fatlað fólk

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. maí 2018 12:30

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgangna- og sveitastjórnarmála

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 25. apríl sl. um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2018 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæð framlagsins 200 m.kr.

Á grundvelli 2. gr. reglugerðar nr. 320/2018 um framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2018 er heimilt að veita sérstök viðbótarframlög til þjónustusvæða ef um verulega íþyngjandi kostnað er að ræða við rekstur málaflokksins.

Við útreikning framlaganna á árinu 2018 var gerð sú breyting að í stað þess að miða reiknaða útgjaldaþörf til þjónustusvæða við 4. flokk SIS-matsins og ofar, eins og gert hefur verið frá yfirfærslu árið 2011, er nú miðað við 5. flokk SIS-matsins og ofar. Við breytinguna tóku framlög til þjónustusvæða breytingum og er tilgangur með viðbótarframlaginu að koma til móts við þau þjónustusvæði sem urðu fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum við breytingarnar.

Til úthlutunar nú munu koma 170 m.kr. en þegar endanleg framlög ársins liggja fyrir í lok ársins mun uppgjör framlaganna fara fram.

Framlagið mun koma til greiðslu á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus