fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Mosfellsbær hlýtur jafnlaunavottun fyrst sveitarfélaga

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. maí 2018 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mosfellsbær hefur hlotið vottun um að það starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar tók í dag, 18. maí, við skírteini þessu til staðfestingar frá BSI á Íslandi sem er faggiltur vottunaraðili. Þetta þýðir að Mosfellsbær uppfyllir öll viðmið lögbundins jafnlaunastaðals og telst launasetning innan Mosfellsbæjar vera hlutlaus gagnvart kyni og öðrum óhlutbundnum þáttum.

Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í apríl sl. að hefja vinnu við að afla sveitarfélaginu jafnlaunavottunar í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu í launaúttekt sem unnin var af PricewaterhouseCooopers.

„Í gegnum tíðina höfum við hjá Mosfellsbæ lagt áherslu á að líta hlutlaust á hvert starf fyrir sig, skilgreina kröfur um ábyrgð og ákvarða laun sjálfstætt út frá hverju starfi fyrir sig og þeirrar hæfni sem krafist er. Ég vil þakka starfsmönnum, stjórnendum og bæjarfulltrúum fyrir þeirra þátt í að Mosfellsbær er fyrsta sveitarfélagið sem nær þeim áfanga að hljóta jafnlaunavottun frá því að lögin tóku gildi þann 1. janúar 2018. Einn af áhersluflokkum í stefnu Mosfellsbæjar er framsækni þar sem við viljum vera samstiga og hafa þor til að þróa nýjar leiðir í starfsemi bæjarins og byggja upp starfsumhverfi þar sem ríkir launajafnrétti. Það hefur nú tekist en við munum ekki sofna á verðinum heldur gæta þess að halda þessari stöðu,“

segir  Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2