fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Borðar, keðjur, medalíur og pjátur – hátt á snobbskalanum

Egill Helgason
Föstudaginn 18. maí 2018 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er mikill aðdáandi Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid. Þau eru frjálslynd, víðsýn, vel menntuð, laus við snobb, hofmóð og prjál. Íslendingar völdu vel í síðustu forsetakosningum. Á tíma þegar heimurinn þarf að búa við leiðtoga eins og Donald Trump og Vladimir Putin er fólk eins og Guðni og Eliza mikilvægt.

Hún er frá Kanada, ég myndi líka nefna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Hann kemur reyndar stundum kjánalega fyrir, en í grundvallaratriðum er hann frjálslyndur lýðræðissinni.

En fólk sem gegnir svo háum stöðum lendir í klónum á embættismönnum og prótokollmeisturum, sem ráða sér ekki fyrir snobbi og fara að segja því hvernig það á að hegða sér. Þetta getur orðið býsna erfitt  í samskiptum við erlenda þjóðhöfðingja og í opinberum heimsóknum. Sjálfur hef ég sem fréttamaður fylgst með býsna mörgum opinberum heimsóknum – þær eru mismunandi hátignarlegar. Norrænu hirðirnar skora ansi hátt á snobbskalanum.

Ég var að velta fyrir mér hvernig þau Guðni og Eliza eru klædd á þessari mynd, í opinberri heimsókn til Finnlands. Er virkilega þörf á að festa alla þessa borða, medalíur, keðjur og pjátur á okkar ágætu forsetahjón? Einhvern veginn fer þetta aðeins yfir strikið þegar lýðræðislega kjörnir stjórnmálamenn eiga í hlut. Og svo er merkilegt, maður finnur ekki mikið af myndum af valdamiklum forsetum, eins og Bandaríkjanna. Rússlands eða Frakklands, í svona búningi.

Forseti á alveg að geta sagt nei við hirðsiðameistarana. Það móðgast held ég enginn þótt heiðursmerkin á dressinu séu aðeins færri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun