fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Viljayfirlýsing við Aþjóðabankann um sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. maí 2018 10:13

Guðlaugur Þór og Laura Tuck á fundinum í dag. Ljósmynd: EBH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða Íslands í breyttu öryggisumhverfi var meginþema í ræðu sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, flutti hjá hugveitunni Center for Strategic and International Studies (CSIS) í Washington fyrr í dag. Rifjaði Guðlaugur Þór upp hernaðarlegt mikilvægi Íslands á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar og í kalda stríðinu, og hvernig umhverfi öryggismála og þróunin á norðurslóðum hafi breyst á umliðnum árum og fært Ísland á ný nær kastljósi alþjóðastjórnmála. Ennfremur ræddi utanríkisráðherra samskiptin við Rússland og Kína í ræðu sinni og fyrirhugaða formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Þá áréttaði ráðherra mikilvægi alþjóðalaga og vestrænnar samvinnu og samstöðu í breyttu öryggisumhverfi, og gerði samstarfinu við Bandaríkin sérstaklega skil.

„Samvinna Íslands og Bandaríkjanna stendur traustum fótum. Við eigum langvinnt og gott samstarf í öryggis- og varnarmálum og sífellt fleiri Bandaríkjamenn sækja Ísland heim samhliða aukningu í ferðamennsku og sífellt fleiri flugtengingum. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs í á norðurslóðum þegar Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu og enn eru möguleikar á að efla viðskipti og verslun á milli landanna. Gömlum bandalögum er mikilvægt að viðhalda og hlúa að, og Ísland er og verður traustur og trúverðugur bandamaður. Við lifum á breytilegum tímum margvíslegra áskorana og mikilvægt er að við höldum á lofti okkar sameiginlegu gildum, virði fjölþjóðakerfisins, sem bæði ríki hagnast af, og alþjóðalögum,“

sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ræðu sinni.

Utanríkisráðherra fundaði einnig með Lauru Tuck, varaforseta Alþjóðabankans á sviði sjálfbærrar þróunar, og undirritaði viljayfirlýsingu um samstarf á milli Íslands og Alþjóðabankans á sviði sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlinda og málefna hafsins. Munu íslensk stjórnvöld leggja til sérfræðiþekkingu og stuðning við fiskimál og fiskimannasamfélög á þeim stöðum sem Alþjóðabankinn hefur starfsemi, meðal annars í Vestur-Afríku.

„Það er mjög ánægjulegt að auka samstarf við Alþjóðabankann, stærstu þróunarsamvinnustofnun heims, á sviði sjálbærrar nýtingar sjávarauðlinda. Þar höfum við Íslendingar mikilsverða sérþekkingu sem mikilvægt er að deila með fátækari þjóðum,“

segir Guðlaugur Þór sem einnig átti fund með Susanne Ulbæk, stjórnarfulltrúa kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Alþjóðabankanum.

„Ísland mun taka yfir formennsku í samstarfi kjördæmisins á næsta ári og þar með leiða samræmingu í málefnavinnu þessa öfluga ríkjahóps innan Alþjóðabankans. Það verður krefjandi verkefni en jafnframt tækifæri til að sýna hvað í okkur býr og láta gott af sér leiða,“

sagði Guðlaugur Þór.

Að endingu fundaði utanríkisráðherra með Ed Royce, formanni utanríkismálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og voru öryggismál, viðskipti og fjárfestingar og málefni norðurslóða meðal umræðuefna.

Ræðu ráðherra hjá CSIS má lesa hér á vef stjórnarráðsins. Upptöku af ræðunni og umræðum má sjá á vef hugveitunnar.

Nánar má lesa um viljayfirlýsinguna í Heimsljósi – upplýsingaveitu um þróunar- og mannúðarmál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt