fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Komast lífskjörin að í kosningunum?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. maí 2018 21:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímaritið Time skýrði frá því fyrir nokkru að aldrei hefðu verið fleiri milljarðamæringar í dollurum talið en nú. Og það sem meira er, auður þeirra heldur stöðugt áfram að vaxa. Þetta eru næstum allt karlar, og þeir færu létt með að útrýma sárri fátækt í heiminum. Gætu það reyndar mörgum sinnum, sagði Time.

Þetta er ekki merki um heilbrigt efnahagslíf, heldur þvert á móti sjúkdómsmerki hagkerfis sem er bilað, segir í greininni.

Kemur einhvern tíma að tímamótum? Verður kapítalismanum bjargað frá kapítalistunum eða tortímir hann sjálfum sér í græðgi hinna fáu? Tækniþróunin veldur því að hinir ríku verða ríkari; framleiðslutækin færast sífellt á færri hendur eins og Marx ritaði um á sínum tíma. Samhliða þessu dafnar undarleg tignun á körlum sem eru ríkari en nokkur getur gert sér í hugarlund – maður hefur ekki undan að fletta framhjá greinum um Jeff Bezos.

Það var mjög fjölmennt á 1. maí í Reykjavík í dag. Maður fann fyrir baráttuanda í loftinu. Það eru merkilegir hlutir að gerast í verkalýðshreyfingunni; kröfurnar eru að harðna og sveigjanleikinn að minnka. Hann hefur heldur ekki komið launþegum sérlega vel.

Kannski munu borgarstjórnarkosningrnar ekki bara snúast um samgöngur og skipulag, mislæg gatnamót eða hjólastíga – eins og maður var farinn að halda um tíma, heldur líka um kjör fólksins í borginni – ekki síst þeirra sem minna mega sín. Altént er Sósíalistaflokkurinn kominn með mjög athyglisverðan frambjóðanda í fyrsta sæti í Reykjavík þar sem er Sanna Magdalena Mörtudóttir. (Myndin er úr fréttatíma RÚV.)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus