fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Guðni gagnrýnir Gunnar Braga – Björn Bjarna kemur til varnar

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 9. apríl 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson..                                         Eyjan/Gunnar

Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins, ritar grein í Morgunblaðið í dag hvar hann spyr hvert íslendingar stefni í utanríkismálum og virðist ekki hrifinn af viðbrögðum Íslands í Skrípal-málinu. Hann segir þau taka mið af „vanhugsuðum“ viðbrögðum Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins og fyrrum samherji Guðna, sem studdi viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna Úkraínudeilunnar:

„Nú er komið á daginn að ekkert er sannað í þessum efnum. En það ræð ég af viðbrögðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, sem undirrituðum er hlýtt til, að hann hafi ekki með öllu gleymt þeim efnahagslega skaða sem Ísland varð fyrir vegna vanhugsaðra viðbragða Gunnars Braga Sveinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, út af Úkraínu og deilunni um Krímskaga. Guðlaugur Þór virðist vilja forðast að ganga eins langt og mörg önnur bandalagsríki Breta því enginn skal hér rekinn úr landi.“

 

Guðni segir það sérstakt skref að sniðganga heimsmeistaramótið í knattspyrnu:

 „En svo stígur utanríkisráðherra okkar mjög sérstakt skref og bannar sjálfum sér, forseta Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra að fara á HM í sumar í Rússlandi til að fylgja eftir glæsilegum íþróttasigri strákanna okkar, þeim merkilegasta í okkar íþróttasögu. Þessi ákvörðun minnir á Jón sterka: „Sástu hvernig ég tók hann?“ Það eina sem sannað er í málinu er það að utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur sagt ósatt í beinni útsendingu. Hann sagði að sannað væri að efnið væri frá Rússlandi. Nú hefur það verið borið til baka af vísindastofnunum.“

Þá segir hann frekar af Gunnari Braga:

„En Rússar svara Trump og ESB í sömu mynt; reka embættismenn úr landi en skamma Íslendinga eina og telja þá aftaníossa og varla fullvalda þjóð. Áðurnefndur Gunnar Bragi agtaði og talaði í Úkraínu eins og leiðtogi ESB, barði sér á brjóst og dreifði blómum. Fyrir vikið hafði Ísland hlutfallslega mestan skaða af við- skiptabanninu, þá var skellt á okkur. Afleiðingarnar eru mældar í milljörðum og sér ekki enn fyrir endann á afleiðingunum.“

 

Björn býsnast yfir Guðna

Björn Bjarnason tekur grein Guðna fyrir á heimasíðu sinni í dag. Hann segir Guðna bera blak af Rússum og að fullyrðing Guðna um Gunnar Braga sé með öllu ósönnuð:

„Kjarni greinarinnar er að Guðna finnst of hart tekið á Rússum, einkum í tíð Gunnars Braga Sveinssonar, fyrrverandi flokksbróður síns. Um hlut Gunnars Braga segir Guðni:

„Áðurnefndur Gunnar Bragi agtaði og talaði í Úkraínu eins og leiðtogi ESB, barði sér á brjóst og dreifði blómum. Fyrir vikið hafði Ísland hlutfallslega mestan skaða af viðskiptabanninu, þá var skellt á okkur.“

 Þessi kenning er með öllu ósönnuð. Í grein sinni býsnast Guðni þó yfir því að íslensk stjórnvöld mótmæli eiturefnaárásinni í Salisbury. „Nú er komið á daginn að ekkert er sannað í þessum efnum,“ segir Guðni og mótmælir því að gert sé á hlut Rússa vegna hennar. Guðni hafnar því ef til vill að brugðist sé við eiturefnaárásinni laugardaginn 7. apríl í austurhluta Ghouta, skammt fyrir utan Damaskus í Sýrlandi, af því að stjórnir Sýrlands og Rússlands neita aðild að henni?“

Þá ver Björn ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að sniðganga HM í knattspyrnu:

„Utanríkismálanefnd alþingis stóð einhuga að baki ákvörðun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um að lækka risið á opinberri þátttöku íslenskra ráðamanna í HM í Rússlandi í sumar. Guðni er ósáttur við þetta og segir:

„Ég tel mikilvægt að ríkisstjórn og Alþingi skoði vel á nýjan leik verklag okkar í utanríkismálum. Við viljum vera hlutlaus þjóð og alls ekki þátttakendur í stríði og þannig var stefnan framkvæmd hér í áratugi.“

Það er nýstárleg kenning að aðildarþjóð NATO sé „hlutlaus þjóð“ og furðulegt að fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Íslands haldi þessu fram. Síðari ár hafa hlutlausu nágrannaþjóðirnar Finnar og Svíar  horfið frá hlutleysisstefnu sinni og hafið náið samstarf við NATO og sérstaklega Bandaríkjamenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki