fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Sigurður Ingi um fjármálaáætlunina: „Nei, þetta er ekki nóg“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, virðist einn af fjölmörgum sem ekki eru ánægðir með nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Þar er gert ráð fyrir að 125 milljarðar króna fari í innviðauppbyggingu frá 2019-2023 og á fyrstu þremur árunum verði 5.5 milljörðum aukalega varið til uppbyggingar, sem fjármagnað verði með arðgreiðslum fjármálafyrirtækja í eigu hins opinbera.

Sigurður Ingi segir það ekki vera nóg:

„Nei, þetta er ekki nóg. Ástandið er annars vegar þannig að vegir eru að koma mjög illa undan vetri. Bæði er það vegna óhagstæðs veðurs en einnig vegna langvarandi viðhaldsleysis. Þar til viðbótar er umferðaraukningin meiri sem kallar á enn frekari framkvæmdir. Þess vegna höfum við verið að skoða hvort við getum spýtt meira í á þessu ári. Við gætum þurft að flýta framkvæmdum á samgönguáætlun og erum með það til skoðunar og þá með einhvers konar gjaldaleið. Það mun svo skýrast, líklega í næstu viku, hvernig því verður háttað,“

 

segir Sigurður Ingi við Fréttablaðið í dag. Þá virðist Sigurður ennþá opinn fyrir hugmyndum um  vegtolla:

„Fjármálaáætlun snýst um tekjur og gjöld hins opinbera og hvernig við ráðstöfum tekjum ríkissjóðs. Hins vegar vitum við hvernig Hvalfjarðargöngin voru fjármögnuð og því getum við séð fyrir okkur slíkar leiðir til að byggja upp á næstu árum án aðkomu ríkisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna