fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Rektor beitir Tómas ekki viðurlögum vegna plasbarkamálsins

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir. Mynd/DV

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist ekki ætla að beita Tómas Guðbjartsson neinum viðurlögum vegna plastbarkamálsins svokallaða, þrátt fyrir aðfinnsluverð vinnubrögð hans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jón Atli sendi fá sér í dag. Þar segir:

Í kjölfar skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar um plastbarkamálið hefur Háskóli Íslands leitast við
að greina ábyrgð stofnunarinnar og starfsmanna, skoða hvað fór úrskeiðis í málinu, læra af því og
ákveða viðbrögð. Strax við útgáfu skýrslunnar lá fyrir tilefni til nánari athugunar á þátttöku
prófessors við Háskólann í rannsóknum á tilteknum sjúklingi og birtingu niðurstaðna þar um. Af hálfu
rektors var í því sambandi horft til birtingar greinar í vísindatímaritinu The Lancet á árinu 2011 annars
vegar og málþings sem haldið var við Háskóla Íslands árið 2012 í tilefni af ársafmæli fyrstu
gervibarkaígræðslunnar hins vegar. Horft var til þess hvort tilefni væri til formlegra viðurlaga
gagnvart prófessornum vegna brota í starfi.

Það er afstaða rektors að fallast beri á þá niðurstöðu í skýrslu óháðu rannsóknarnefndarinnar að
vinnubrögð prófessorsins sem tengjast birtingu nefndrar vísindagreinar hafi verið aðfinnsluverð.
Er þá einkum litið til þess að hann skyldi ekki hafna þátttöku í frekari skrifum greinarinnar og
draga nafn sitt til baka af lista meðhöfunda um leið og honum urðu ljósir annmarkar á efni
hennar. Það er jafnframt afstaða rektors á grundvelli skýrslu óháðu rannsóknarnefndarinnar að
aðkoma prófessorsins við undirbúning málþingsins sem haldið var við Háskóla Íslands árið 2012
sé aðfinnsluverð. Upplýsingar um aðgerðina og ástand sjúklingsins, er Háskóla Íslands voru
látnar í té fyrir málþingið, komu frá prófessornum.

Á móti koma ýmsir þættir sem eru prófessornum til málsbóta. Hann reyndi árangurslaust að koma
lýsingum í vísindagreininni á bata sjúklings í ásættanlegt horf, hann hefur óskað eftir því að fá
nafn sitt dregið til baka af lista höfunda umræddrar vísindagreinar og hann átti umtalsverðan þátt
í því að varpa ljósi á plastbarkamálið með framlagningu umfangsmikilla gagna og útskýringa.
Þrátt fyrir að það sé niðurstaða rektors að háttsemi prófessorsins, eins og greint er að framan,
teljist aðfinnsluverð verður með hliðsjón af heildarmati á málavöxtum og í ljósi fyrirliggjandi
upplýsinga ekki talið að lagaskilyrði séu fyrir hendi til að beita formlegum viðurlögum vegna
brota í starfi á grundvelli laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Til þess er
þá einnig litið, þegar horft er fram á veginn, að þær aðfinnslur og athugasemdir sem gerðar eru
við störf prófessorsins í rannsóknarskýrslunni hafa verið birtar opinberlega.

Af hálfu Háskóla Íslands er beðist velvirðingar á ágöllum við málþing um plastbarkamálið árið
2012 sem hefur gefið tilefni til endurskoðaðs verklags við undirbúning og kynningu viðburða
sem haldnir eru í nafni Háskóla Íslands. Jafnframt er rétt að fram komi að á fundi háskólaráðs 14.
desember sl. var undir liðnum ,,Plastbarkamálið. Viðbrögð í kjölfar skýrslu nefndar“ ákveðið að
setja á fót starfshóp á vegum rektors til þess að fara yfir aðkomu Háskóla Íslands, sem stofnunar,
að málinu. Í starfshópnum er formaður vísindasiðanefndar Háskólans ásamt sviðsstjórum
kennslusviðs og vísinda- og nýsköpunarsviðs og aðstoðarrektor vísinda sem stýrir starfinu.

Starfshópurinn vinnur að því að fara yfir eftirfarandi atriði:

1. Hvernig staðið er að framsetningu kynningarefnis og fréttatilkynninga og settar fram
leiðbeiningar þar um.
2. Siðareglur og vísindasiðareglur.
3. Sem lið í athugun sinni standi starfshópurinn fyrir málstofu um rannsóknir og siðferði
á vormisseri 2018.
4. Mótaðar verði tillögur um almennar aðgerðir, s.s. í formi fyrirlestra, kynningarefnis
eða námskeiðs fyrir starfsmenn til að tryggt sé að starfsmönnum sé ávallt ljóst hvaða
lög, reglur og siðareglur gilda um starfsfólk og starfsemi Háskólans.

5. apríl 2018

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran