fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Samfylkingin finnur fimm ára fjármálaáætluninni flest til foráttu

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. apríl 2018 22:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson og Oddný G. Harðardóttir

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag, er gagnrýnd:

Fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur ber þess ekki mikil merki að Vinstri-grænir hafi komið að gerð hennar. Í áætluninni birtist hægri stefna þar sem tekjuháum og fjármagnseigendum er hyglt á kostnað á lág- og millitekjuhópa.

Boðuð skattabreyting á neðra skattþrepi skilar tekjulágum þrefalt minna en þeim tekjuhæstu. Þá eru hugmyndir um að verja fjármagnseigendur, einn hópa gegn áhrifum verðbólgu þegar kemur að fjármagnstekjuskattinum og lækka á sérstaklega bankaskattinn.

Barnabætur og vaxtabætur haldast algjörlega óbreyttar – næstu fimm árin. Það er ólíðandi og þvert á loforð forsætisráðherra.

Menntasóknin sem var lofað er ekki sjáanleg. Raunhækkun til framhaldsskólanna er lítil sem engin,  framlög til háskólanna svara ekki þörfum og ljóst að meðaltali Norðurlanda verður ekki náð á þessu kjörtímabili. Þetta bætist við nýjar úthlutunarreglur LÍN sem stúdentar hafa lýst vonbrigðum sínum yfir síðustu daga. Þar stendur frítekjumark í stað og framfærsla hækkar óverulega.

Húsnæðisstuðningur minnkar töluvert en gert er ráð fyrir helmingi lægri fjárhæð til byggingu leiguíbúða á næstu árum. Á sama tíma hefur þörfin sjaldan verið brýnni.

Framlög til menningar, lista, íþrótta og æskulýðsmála lækka.

Hækkanir til aldraðra og öryrkja eru fyrst og fremst vegna fjölgun þessara hópa.

Ríkisstjórnin hampar framlögum til samgöngumála en þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að framlögin hækka fyrst en lækka svo snögglega í lok tímabilsins og eru lægri árið 2023 en 2018. Þetta dugar ekki til að framfylgja gildandi samgönguáætlun og ekki einu sinni til að mæta viðhaldsþörf.

Það er auðvitað ánægjulegt að sjá fjármagn fara í nær ónýta innviði svo sem heilbrigðiskerfið og samgöngumál – en betur má ef duga skal. Markmið ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum eru góðra gjalda verð en eru í engu samræmi við stórar yfirlýsingar um kolefnishlutlaust Ísland.

Fjármálaáætlunin mun auka ójöfnuð, þar sem lág- og millitekjuhópar fá ekki sambærilegar kjarabætur og þeir tekjuhæstu og fjármagnseigendur í landinu. Því veldur fjármálaáætlun miklum vonbrigðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins