fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Klúður Johnsons í áróðursstríðinu við Rússa

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. apríl 2018 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar láta í minni pokann í áróðursstríði við Rússa vegna Skripal-tilræðisins. Um þetta má lesa í Guardian dagsins. Breskir ráðamenn standast áróðurs- og netmiðlamaskínum Kremlverja ekki snúning. Allt í einu virðist málstaður Breta frekar veikur.

Það hjálpar heldur ekki að Boris Johnson utanríkisráðherra gerir enn eina skyssuna og fer nú að verða stór spurning hvernig hann lafir í sínu háa embætti. Johnson sagði í viðtali við þýskan fjölmiðil að hann hefði sjálfur talað við vísindamenn í efnarannsóknastöðinni Porton Down og þeir hefðu fullyrt að það væri enginn efi á að Rússar bæru ábyrgð á árásinni.

Annað hvort misminnir Johnson, hann færir í stílinn – ellegar þá að vísindamennirnir hafa dregið í land. Framburður þeirra nú er ekki sé hægt að staðhæfa sem svo enginn efi leiki á að taugaeitrið sem var notað komi frá Rússlandi. Þetta hafa Rússar nýtt sér til hins ítrasta. En kannski var heldur ekki von á öðru frá vísindamönnunum. Þeir hafa hins vegar greint efnið sem novichok, eitur sem er ætlað til notkunar í hernaði. Ekki er vitað að önnur ríki en Rússland ráði yfir þessu efni. Guardian segir að Bretar ættu að byggja málflutning sinn á því.

En á meðan þetta gerist stendur rannsókn á málinu ennþá yfir. Rússar eru farnir að halda því fram að Bretar standi sjálfir bak við tilræðið – beinlínis í því skyni að ögra. Þannig æsist hin pólitíska deila meðan rannsóknin gengur á hraða snigilsins. Rússar eru miklu í því að hafa áhrif á almenningsálitið en Bretar, þeir eru í afar góðri æfingu. Allt í einu virðist það sem leit út fyrir að vera diplómatískur sigur fyrir Breta vera að snúast í höndunum á þeim. Því heldur þessi barátta áfram og þar hjálpar hinn lausmáli Boris Johnson ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun