fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Um lyfjafaraldur, örorku og skort á læknisþjónustu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal efnis sem var rætt í síðasta þætti af Silfrinu var fjölgun öryrkja. Síðustu tíu árin hefur þeim fjölgað um 1200 til 1800 á ári.  Fjölgunin er mest í tveimur hópum, annars vegar meðal ungra karlmanna á aldrinum 20 til 30 ára og hins vegar meðal kvenna á aldrinum 30 til 40 ára.

Í umræðunum kom fram að ungu karlarnir yrðu öryrkjar vegna andlegra veikinda en konurnar aðallega vegna stoðkerfisvandamála.

Nú er á sama tíma rætt um faraldur morfínskyldra efna á Íslandi – hann upphófst í Bandaríkjunum í tengslum við sterk verkjalyf sem lyfjafyrirtæki markaðssettu. Dánartíðni ungra fíkla sem misnota þessi lyf er mjög há, það er auðvelt að taka of stóra skammta í ógáti.

Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðavaktinni, sagði í viðtali í Morgunútvarpinu að alvarleiki fíknifaraldursins sé „að minnsta kosti jafnmikill og umferðarslysin“. Virðist þó vera að íslensku þjóðvegirnir séu að verða einhverjir þeir hættulegustu í heimi miðað við eilífar fréttir af bílslysum.

Þessi lyf eru gefin vegna þrálátra verkja. Fæstir sjúklingar byrja að taka þau að gamni sínu. Það er líka oft svo í hinu aðþrengda heilbrigðiskerfi að erfitt er að komast í meðferð sem virkar. Fólk hrekst um án þess að fá viðeigandi og heildstæð úrræði. Og þá er oft ekki annað til ráða en lyf – og stutt í örorkuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn