fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Evrópusambandið setur kvóta á Netflix

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. apríl 2018 22:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni var Kanasjónvarp á Íslandi. Útsendingu Kanans var beint yfir Reykjavík og nærliggjandi byggðir. Fólk sat yfir sjónvarpsblámanum á kvöldin, þetta var reynar í dálítilli mósku, frekar óskýrt, og fæstir skildu hvað sagt var.

Á sumum heimilum var ekki Kani, sums staðar var það af prinsípástæðum. Svo tóku sig til menningarvitar, bæði af hægri og vinstri væng stjórnmálanna og mótmæltu Kananum. Þetta voru sextíu undirskriftir – og vakti miklar deilur. Hérna má sjá nöfnin, það voru m.a. Halldór Laxness, Kristján Eldjárn, Sigurbjörn Einarsson, Styrmir Gunnarsson, Sigurður Nordal og Tómas Guðmundsson.

 

 

Stuttu síðar gerðist það að stofnað var íslenskt sjónvarp. Það varð mjög vinsælt – og enn er til fólk sem horfir á það. En bandarísku efnisveiturnar sækja stöðugt á. Fólk ræðir um almælt tíðindi í sjónvarpsseríunum þar eins og það séu fréttir úr heimabyggð. Það má jafnvel segja að Kaninn sé kominn aftur.

Netflix getur sent út á þess að fylgja neinum reglum sem gilda um íslenskar sjónvarpsstöðvar, til dæmis um textun erlends efnis. Fyrirtækið hefur átt mjög auðvelt með að komast undan því að greiða skatta og skyldur í Evrópu.

Sums staðar hafa menn áhyggjur af þessu. Nú ætlar Evrópusambandið að setja reglur um Netflix og Amazon og slíkar streymisveitur. Þær fela í sér að 30 prósent af efninu sem þar er sýnt skuli vera evrópskt að uppruna. Þessu fylgir líka að veitunum ber að styrkja framleiðslu evrópsks sjónvarps- og kvikmyndaefnis.

Þetta er í rauninni bráðsniðugt, liggur algjörlega í augum upp. Við á Íslandi ættum líka að fá stuðning við okkar efni frá Netflix, það væri ekki nema rétt og sjálfsagt í ljósi mikillar notkunnar á veitunni hér.

Sumpart er þetta líka réttlætisatriði – gæti vegið aðeins upp á móti gríðarlegum skattaundanskotum netrisanna í Evrópu. Og eins og oft áður er það ESB sem hefur forystu um að standa upp í hárinu á bandarískum stórfyrirtækjum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“