fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Biggi lögga hættur í Framsókn: „Lokuðu hurðinni á nefið á mér“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 14:36

Birgir Örn Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, segir á Facebooksíðu sinni að hann sé hættur í Framsóknarflokknum. Hann verður í öðru sæti hjá Bæjarlistanum í Hafnafirði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar:

„Þegar einar dyr lokast þá opnast gjarnan aðrar. Þegar það gerist hefur maður val um að standa við lokuðu dyrnar og banka áfram, eða þá að ganga keikur inn um þær opnu og takast á við það sem er þar fyrir innan. Eins og ég hef áður sagt frá þá vildi Framsókn í Hafnarfirði ekkert með krafta mína hafa og lokuðu hurðinni á nefið á mér. Ég hef ákveðnar hugmyndir um ástæðu þess en ætla svosem ekkert inn á það hér. Kem hugsanlega inn á það í ævisögunni minni seinna meir. Þá get ég kannski líka sagt betur frá þessum tíma þar og upplifun minni á honum.“

segir Birgir. Hann tók ákvörðunina í gær eftir fundarhöld við framboðið:

„Í gær ákvað ég því einnig að tala af meiri alvöru við hóp sem ég hafði rætt við áður og fylgst vel með. Það er hópur sem hyggst bjóða fram í Hafnarfirði í sveitastjórnarkosningunum. Þetta er óháð framboð sem er samt meðal annars skipað einstaklingum sem eru með mikla reynslu og hafa gert flotta hluti fyrir Hafnarfjörð og komið að því að koma bæjarfélaginu á réttan kjöl á síðustu árum. Gærdagurinn og kvöldið fóru í fundi og spjall og þegar leið á var ákvörðunin tekin. Ég hef ákveðið að bjóð mig fram með Bæjarlistanum í Hafnarfirði.“

Loks þakkar hann vinum sínum í Framsókn:

„Að lokum við ég þakka öllum snillingunum sem ég kynntist á þessum stutta tíma í Framsókn. Ég er ekki í fýlu, sár eða svekktur. Alls ekki. Ég vona að þið séuð það ekki heldur. Pólitíkin er bara magnaður þjóðvegur með allskonar beygjum og gatnamótum. Ég var greinilega kominn að einum slíkum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins