fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Berjast gegn nýju áfengisfrumvarpi með undirskriftasöfnun: „Bitnar mest á börnum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 12:01

Aðalsteinn Gunnarsson Framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafin er undirskriftarsöfnun gegn nýju  áfengisfrumvarpi Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Það eru IOGT bindindissamtökin sem standa að undirskriftasöfnuninni.  Frumvarpið felur í sér aukið aðgengi að áfengi og að leyfðar verði áfengisauglýsingar, „sem bitnar mest á börnum,“ segir í tilkynningu.

Þorsteinn Víglundsson hyggst ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar og Pírata, leggja fram frumvarpið sem afnemur einokun ríkisins á sölu áfengis. Um endurnýjað frumvarp er að ræða, sem tæki mið af þeirri gagnrýni sem síðasta áfengisfrumvarp fékk, sem laut að því að áfengi yrði selt í matvörubúðum.

Í greinargerð frumvarpsins segir:

„Meginmarkmið frumvarpsins er að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis og að einkaaðilum verði heimiluð slík sala að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að almennt verði heimilt að selja áfengi í smásölu í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. “

 

Þannig yrði ekki leyft að selja áfengi í búðum Hagkaups, Bónus eða Krónunnar. Því gætu Hagar til dæmis opnað sérstaka bjór eða viskíverslun, en hún yrði ekki leyfð innan veggja Bónuss eða Hagkaupa.

Flutningsmenn frumvarpsins eru Þorsteinn Víglundsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Jón Þór Ólafsson, Jón Gunnarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Birgir Ármannsson, Brynjar Níelsson og Vilhjálmur Árnason.

 

Tilkynning IOGT:

„Undirskriftasöfnun er hafin á vefnum www.allraheill.is gegn frumvarpi um breytingar á áfengislögum. Breytingarnar fela í sér að aukið aðgengi að áfengi og að leyfðar verði áfengisauglýsingar. Átakinu okkar er ætlað að vernda hag barna, ungmenna og samfélagsins í heild gegn ágangi áfengisiðnaðarins. Yfirskriftin er Allraheill. Hugsum um heill okkar allra. Undirskriftaátakið er á vegum IOGT á Íslandi, Æskunnar barnahreyfingar IOGT og Núll Prósent ungmennahreyfingar IOGT þar sem fjöldi félaga taka þátt og styðja.

Rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi stuðlar að aukinni neyslu sem bitnar mest á börnum og unglingum.

Samkvæmt 3. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ber okkur að setja hagsmuni barna í forgang þegar taka þarf ákvörðun sem hefur áhrif á börn með einum eða öðrum hætti. Hagsmunir barna af því að njóta verndar gegn skaðlegum áhrifum áfengis og áróðri áfengisiðnaðarins eiga því að vega þyngra en hugsanlegir hagsmunir fullorðinna af auknu aðgengi og leyfi til áfengisauglýsinga.

Við hvetjum til undirritunar á vefnum www.allraheill.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn