fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Sigríður samþykkti Kaupmannahafnaryfirlýsinguna

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sótti ráðherrafund Evrópuráðsins í Kaupmannahöfn dagana 11. – 13. apríl en Danir fara nú með forystu innan þess. Á ráðstefnunni samþykktu dómsmálaráðherrar allra aðildarríkja Evrópuráðsins, þar á meðal Ísland, yfirlýsingu um afstöðu þeirra til Mannréttindasáttmála Evrópu og stöðu Mannréttindadómstóls Evrópu, líkt og kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu:

Tilefni fundarins í Kaupmannahöfn var áframhald á umbótaferli sem aðildarríki Evrópuráðsins hafa unnið að undanfarin ár með það að markmiði að létta álagi af Mannréttindadómstól Evrópu þannig að fleiri mál fái úrlausn í aðildarríkjunum. Þá er einnig horft til þess að Mannréttindadómstóllinn hefur gert stjórnvöldum margra ríkja Evrópu erfitt fyrir að grípa til ráðstafana sem þau hafa talið réttlætanleg til að halda uppi allsherjarreglu, t.d. að vísa erlendum afbrotamönnum, talsmönnum hryðjuverka og hatursorðræðu til síns heima.

Danir, sem nýverið tóku við forystu Evrópuráðsins, lögðu fram tillögu að ráðherrayfirlýsingu á fundinum sem fólst í því að dómstóllinn skyldi minnka málafjöldann enn frekar og gera aðildarríkjum kleift að vísa mikilvægum málum til Yfirdeildar dómstólsins (e. Grand Chamber) til að tryggja að fordæmisgefandi mál fái ítarlega umfjöllun. Þá ætti dómstóllinn ekki að setja ný lög með framsækinni túlkun heldur dæma eftir gildandi réttarástandi og eftirláta aðildarríkjunum aukið svigrúm til túlkunar á efnisreglum Mannréttindasáttmálans.

Þessi upphaflega tillaga Dana hlaut nokkra gagnrýni og tiltekin aðildarríki lögðu fram breytingartillögur.Íslensk stjórnvöld kusu hvorki með né á móti þeim breytingartillögum sem lagðar voru fram. Eftir nokkrar breytingar var Kaupmannahafnaryfirlýsingin svo samþykkt föstudaginn 13. apríl 2018 af hálfu allra aðildarríkja Evrópuráðsins.

Á meðan það er ástæða til að gjalda varhug við skapandi túlkun dómstólsins af þeirri ástæðu að dómarar eiga ekki að setja lög er ekki vilji til þess innan ríkisstjórnar Íslands að grafa undan þýðingu Mannréttindasáttmála Evrópu og dómstóls hans á nokkurn hátt. Dómsmálaráðherra minnti því á það á fundinum að Ísland hefði á sumum sviðum verið í forystu fyrir aukinni mannréttindavernd í Evrópu og legði mikla áherslu á mikilvægi réttarríkisins. Ráðherrann sagði mannréttindi vera óháð landamærum, trúarbrögðum eða tímabundnum aðstæðum einstaklinga. Mannréttindi væru órofa tengd rétti einstaklinga til frelsis sem ætti að vera baráttumál allra stjórnmálamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki