fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Ragnar Þór um meintan gróða Heimavallahluthafa: „Við því verður harkalega brugðist ef svo verður!“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 09:57

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gagnrýnir harðlega að hluthafar eignarhaldsfélagsins Heimavalla GP, sem sá um umsýslu eigna fyrir leigufélagið frá 2015-2017, skuli fá afhentan hlut að jafnvirði um 400 milljóna króna endurgjaldslaust við skráningu félagsins á hlutabréfamarkað, líkt og Vísir greinir frá.

Hann segir að verið sé að verðlauna útvöldum hópi fyrir að „keyra upp leiguverð“ á fákeppnismarkaði :

„Nú þegar er búið að slíta út úr félaginu hundruð milljóna í formi þóknana fyrir ráðgjafastörf og fleira. Nú gefst útvöldum hópi kostur á 400 milljóna króna hlut á silfurfati sem árangurstengd greiðsla fyrir að keyra upp leiguverð á fákeppnismarkaði þar sem skelfilegt ástand á húsnæðismarkaði hefur skapast, vegna lítils framboðs, og hefur keyrt upp fasteignaverð og þar af leiðandi fasteignamat og á endanum eignir félagsins.“

Þá segir Ragnar að verkalýðshreyfingin muni ekki standa aðgerðarlaus hjá, ef af þessu verður:

„Það hlýtur að vera krafa verkalýðshreyfingarinnar og sjóðfélaga lífeyrissjóðanna að eigendur félagsins verði ekki verðlaunaðir frekar með fjárfestingum lífeyrissjóða í útboði félagsins. Við því verður harkalega brugðist ef svo verður!“

Eigendur félagsins eiga rétt á árangurstengdri greiðslu og yrði eignarhlutnum ætlað að mæta því uppgjöri, en endanleg upphæð ræðst af genginu sem fæst við útboð á nýjum hlut í félaginu í næsta mánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“