fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Íslendingar auka framlög vegna ástandsins í Sýrlandi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ljósi skelfilegra aðstæðna sem blasa við í Sýrlandi og stöðu sýrlenskra flóttamanna hefur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ákveðið að bæta 75 milljónum á næstu tveimur árum við framlög Íslands umfram þær 800 milljónir sem áður hafði verið heitið. Þetta kemur fram í tilkynningu. Á fyrstu ráðstefnunni um málefni Sýrlands í fyrravor tilkynnti ráðherra að árlegt framlag Íslands yrði 200 milljónir króna á ári fram til ársins 2020.

Nú stendur yfir í Brussel önnur Sýrlandsráðstefnan á vegum Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins. Þar áréttaði Guðlaugur Þór að framlag Íslands yrði 200 milljónir á þessu ári, myndi hækka í 225 milljónir árið 2019 og verða 250 milljónir árið 2020. Árið 2017 voru framlögin 200 milljónir króna. Samtals hækka því framlög frá íslenskum stjórnvöldum um 75 milljónir vegna Sýrlands.

„Við hittumst í Brussel í dag, rétt eins og við gerðum fyrir ári, í kjölfar árásar þar sem efnavopn virðast hafa verið notuð. Á síðasta ári var ráðstefnan haldin eftir hræðilegar árásir á bæinn Khan Sheikhoun, og í dag hittumst við í skugga atburðanna í Douma fyrir tveimur vikum,“

sagði Guðlaugur Þór í ávarpi á ráðstefnunni fyrr í dag.

Ráðherra ítrekaði fordæmingu Íslendinga á notkun efnavopna og sagði að Ísland myndi halda áfram að styðja allar umleitanir að pólitískum lausnum. „Sýrlenska þjóðin hefur búið við þjáningar í sjö ár og horft á hundruð þúsunda falla í valinn. Hver og einn sem er í þeirri stöðu að geta haft áhrif verður að grípa til aðgerða nú þegar. Við skorum á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að rísa undir áskoruninni og finna leiðir til lausnar,“ sagði utanríkisráðherra og lauk ávarpi sínu með því að segja að mikilvægustu skilaboðin frá Íslandi væru þau að Íslendingar væru talsmenn fyrir friði, virðingu og von.

Ráðstefnuna í Brussel sækja rúmlega 85 sendinefndir hvaðanæva úr heiminum en markmið hennar er að fá endurnýjað umboð alþjóðasamfélagsins um öfluga mannúðaraðstoð og pólitískan og fjárhagslegan stuðning við Sýrlendinga og grannríkin sem ógnaröldin bitnar mest á.

Samhæfingarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) áætlar að yfir þrettán milljónir Sýrlendinga þurfi á neyðaraðstoð og vernd að halda. Fjöldi þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín er nánast fordæmalaus en samkvæmt OCHA eru 6,6 milljónir á vergangi í landinu og 5,6 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafast nú við í grannríkjunum. OCHA telur að jafnvirði 914 milljarða króna þurfi til neyðaraðstoðar í Sýrlandi og grannríkjunum en eins og sakir standa hefur aðeins um fjórðungur þeirrar upphæðar safnast. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu OCHA.

Ræða ráðherra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki