fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Swedbank fjárfestir í Meniga

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 10:29

Georg Lúðvíksson, forstjóri og einn stofnandi Meniga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Swedbank, einn stærsti banki Norðurlanda, hefur fjárfest fyrir 3 milljónir evra, eða sem nemur 371 milljón króna, í íslenska fjártæknifyrirtækinu Meniga. Til viðbótar við fjárfestinguna hefur bankinn hafið innleiðingu á snjallsíma- og netbankalausnum Meniga til að bjóða öllum viðskiptavinum bankans persónulegri notendaupplifun. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Innleiðingin mun leiða af sér nýja og endurbætta snjallsíma- og netbankalausn þar sem viðskiptavinir bankans munu geta einfaldað og haldið betur um heimilisfjármálin sín með því að fá persónulega yfirsýn og tilkynningar frá Meniga-kerfinu.

„Við erum mjög ánægð að bjóða Swedbank velkomin sem fjárfesti í Meniga og hlökkum til að vinna með bankanum til að endurhanna snjallsíma- og netbankaumhverfi bankans. Við erum virkilega spennt yfir þeim metnaði sem Swedbank hefur sýnt til að bjóða viðskiptavinum sínum betri þjónustu og notendaupplifun. Við teljum það sýna mikið traust í Meniga að Swedbank hafi ákveðið að fjárfesta í fyrirtækinu ásamt því að velja okkur sem réttu lausnina fyrir bankann.“

segir Georg Lúðvíksson, forstjóri og einn stofnandi Meniga.

„Við sjáum Meniga sem rétta samstarfsaðilann til að veita viðskiptavinum okkar persónulegri notendaupplifun og mun betri yfirsýn yfir fjármálin sín. Við erum einstaklega ánægð með fjárfestinguna og samstarfið.”

segir Lotta Lovén, framkvæmdastjóri snjallsíma- og netbankalausna Swedbank.

Fyrr á árinu samdi Meniga við BPCE, annan stærsta banka Frakklands.

Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfs­menn í dag um 100 talsins. Hug­búnaður Meniga hef­ur verið inn­leidd­ur hjá yfir 70 fjár­mála­stofn­un­um og er hann aðgengi­leg­ur yfir 50 millj­ón manns í 23 lönd­um. Meðal við­skipta­vina Meniga eru marg­ir stærstu banka heims, þeirra á meðal BPCE, Sant­and­er, Comm­erz­bank, ING Direct og In­tesa San­pa­olo.

Landsmönnum stendur til boða að nýta sér lausnir Meniga gjaldfrjálst á vefnum meniga.is eða í Meniga appinu fyrir iPhone og Android síma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki