fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Segir borgarstjóra vera á „annarri plánetu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, telur Dag B. Eggertsson ekki vera mann fólksins, ef marka má pistil hans á heimasíðu sinni. Þar fjallar Björn um hversu erfitt sé fyrir almennan borgarbúa að fá viðtal við borgarstjóra og vísar í frásögn Aldísar Steindórsdóttur í Morgunblaðinu, sem berst fyrir rétti geðfatlaðs föður síns.

Aldís þurfti að bíða í um fjóra mánuði eftir viðtali við umboðsmann borgarbúa:

„Um miðjan febrúar síðastliðinn óskaði Aldís eftir að fá að hitta Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Henni var í staðinn boðið að ræða við framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Liðu nokkrar vikur þar til samtalið fékkst án þess að það skilaði nokkru,“

segir Björn.

„Þetta dæmi sýnir að almennur borgarbúi fær ekki fund með borgarstjóra. Hann er á annarri plánetu, boðar Miklubraut í stokk fyrir 21 milljarð og borgarlínu fyrir 70 milljarða. Borgarstjóri ver tíma sínum með lánardrottnum frekar en að gæta hags skattgreiðenda – skuldir á íbúa eru hvergi hærri en í Reykjavík og enn skal þeim safnað. Seilst er dýpra og dýpra í vasa kjósenda en vilji þeir kynna vanda sinn eða annarra er skellt á þá og látið reka á reiðanum.“

 

Þess má geta að til þess að fá áheyrn hjá borgarstjóra, þarf að fylla út umsókn sem finna má á heimsvæði borgarinnar, en reglulegir viðtalstímar borgarstjóra eru á miðvikudögum og eru samtals 15 mínútur hver.

Þar er tekið fram að gefa þurfi ítarlegar upplýsingar um það sem viðtalsbeiðandi óskar eftir að ræða, til að „unnt sé að meta“ viðtalsbeiðnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt