fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Elliði úti í Eyjum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, nær ekki kjöri í bæjarstjórn samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, ef kosið yrði nú. Sjálfstæðisflokkurinn fengi rúm 41% og þrjá menn kjörna, meðan Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, , fengi tæp 32% og tvo menn kjörna. Eyjalistinn, sameinað framboð fólks úr Framsókn, Samfylkingu Vinstri grænum og óflokksbundnum, fengi rúm 25% og tvo menn einnig.

Elliði er í 5. sæti lista Sjálfstæðismanna og er bæjarstjóraefni flokksins. Hann segist við Fréttablaðið ekki búast við að verða kjörinn bæjarfulltrúi:

 

„Í aðdraganda frágangs listans komu fram vangaveltur um lýðræð­ishalla, um að sami einstaklingur sé í forsæti og bæjarstjóraefni og jafnframt með langmestu reynsluna.“

 

Þá segir hann við Fréttablaðið að flokkurinn stefni á að fá fjóra menn kjörna.

 

Samkvæmt Fréttablaðinu var könnunin var gerð þannig að hringt var í 778 manns með lögheimili í Vestmannaeyjum þar til náðist í 604 samkvæmt lagskiptu úrtaki 23. apríl. Svarhlutfallið var 77,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóð­ skrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 53,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 9,4 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 13,5 prósent sögðust óákveðin og 23,6 prósent vildu ekki svara spurningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“