fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Læknafélagið leiðréttir Helgu Völu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. apríl 2018 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknafélagið sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem rangfærsla í grein Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í Morgunblaðinu í dag er leiðrétt. Helga hélt því fram að dagvinnulaun lækna væru 950 þúsund krónur eftir sex ára nám. Segist Læknafélagið harma að Helga skuli með þessum hætti og rangfærslum draga lækna inn í launadeilur annarra heilbrigðisstétta, en grein Helgu fjallar um kjaradeilur ljósmæðra.

Tilkynningin er svohljóðandi:

„Í aðsendri grein Helgu Völu Helgadóttur þingmanns í Morgunblaðinu í dag, 23. apríl 2018, er því haldið fram að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám séu 950.000. Þetta er rangt og er harmað að þingmaðurinn skuli með þessum hætti og rangfærslum draga lækna inn í yfirstandandi launadeilur annarra heilbrigðisstétta. Hið rétta er að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands (LÍ)  kr. 470.000 á mánuði, eins og sjá má í meðfylgjandi launatöflu kandidata og almennra lækna.  Að kandídatsári loknu fara læknar í launaflokk 200. Langflestir almennir læknar eru í launaflokki 200 og 201 þar sem dagvinnulaun eru á bilinu 514.959 til 585.471 eftir starfsaldri.

Þingmaðurinn ruglar því saman að skv. gagnabrunni fjármála- og efnahagsráðuneytisins eru meðaltal heildardagvinnulauna með álagsgreiðslum alls læknahópsins á Íslandi (alls 863 lækna) sem m.a. telur alla sérfræðilækna landsins sem lokið hafa 12 – 14 ára námi, yfirlækna og forstöðulækna 950.000 kr, en byrjunardagvinnulaun þeirra sem lokið hafa 6 ára námi eru aðeins 470.000 kr.

LÍ hefur fullan skilning á kröfum Ljósmæðrafélags Íslands um að menntun skuli metin til launa og styður ljósmæður í viðleitni þeirra til að fá sanngjarna leiðréttingu á kjörum sínum og vinnuaðstæðum. LÍ hefur áhyggjur af þeirri þróun sem samskipti og launaviðræður ríkisins við Ljósmæðrafélagið eru komin í og hvetur samningsaðila til að ná samkomulagi nú þegar.

 

Reykjavík 23. apríl 2018.

Reynir Arngrímsson, formaður “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn