fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Frelsisflokkurinn hélt kosningafund fyrir utan Ráðhúsið: Dagur mætti ekki til að taka á móti drullusokknum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. apríl 2018 16:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frelsisflokkurinn hélt kynningarfund fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur í dag þar sem til stóð að afhenda Degi B. Eggertssyni borgarstjóra ýmsar táknrænar gjafir. Fundinum var ætlað að kynna stefnumál flokksins og var öllum fjölmiðlum boðið á staðinn.

Fáir voru í Vonarstræti þegar ljósmyndara DV bar að garði en þar mátti sjá Gunnlaug Ingvarsson, formann flokksins og borgarstjóraefni, standa fyrir aftan borð úr pappakössum og útskýra táknrænar gjafir sem afhenta átti borgarstjóra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lét ekki sjá sig.

Mynd: DV/Hanna
Frá fundinum í dag. Mynd: DV/Hanna

Meðal þess sem átti að gefa borgarstjóra var drullusokkur sem nota á til að hreinsa holræsi borgarinnar, hjólapumpu til að blása lífi í borgarmálin og rykgrímu til að verjast svifryki.

Gunnlaugur Ingvarsson, formaður Frelsisflokksins, sýndi með hjálp frambjóðenda flokksins kúst og fægiskóflu sem nota á til að hreinsa út úr Ráðhúsinu. Mynd: DV/Hanna

Aðaláhersla Frelsisflokksins er á útlendingamál og hefur formaðurinn líkt honum við Sanna Finna, danska Þjóðarflokkinn og Frelsisflokk Geert Wilders í Hollandi. Vill flokkurinn fækka kvótaflóttafólki, úthýsa hælisleitendum úr húsnæði Reykjavíkurborgar og rifta samningi um byggingu mosku í Sogamýri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG