fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ný minnisblöð komin fram: Trump sagður hafa skipt sér af rannsókninni

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. apríl 2018 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt voru opinberuð 15 minnisblöð James Comey,fyrrum forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Þar má finna upplýsingar sem varpa ljósi á samskipti hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem rak Comey í maí í fyrra.

Frá því að upplýsingar úr ævisögu Comey láku út fyrir nokkrum vikum hafa samskipti Comey og Trumps verið með versta móti og kallaði Trump Comey versta forstjóra FBI frá upphafi og sakar hann um að leka upplýsingunum sjálfur.

Samkvæmt einu minnisblaðinu er fjallar um fund þeirra í Hvíta húsinu segir að Trump hafi beðið Comey um að hætta rannsókn sinni á gjörðum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn, en hann var grunaður um óeðlileg tengsl við áhrifamenn Í Rússlandi. Trump sagði að Flynn væri með „lélega dómgreind“, það hefði sést þegar hann svaraði ekki símtali frá þjóðarleiðtoga í janúar, sem ætlaði að óska Trump til hamingju með nýja embættið. Segir Comey að Trump hafi minnst á Flynn að fyrra bragði, Comey sjálfur hefði aldrei minnst á Flynn, eða rannsókn FBI á honum.

Í minnisblöðunum kemur fram vísbending þess efnis að þáverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Preibus, hafi gengið á Comey með hvort FBI væri að hlera samskipti Flynn, en Trump rak Flynn í febrúar í fyrra þar sem ástæðan var sögð sú að hann hefði logið varðandi samskipti sín við Rússa. FBI hafði þá þegar yfirheyrt Flynn vegna samskipta hans við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum og hafði varnarmálaráðuneytið einnig óttast að hann væri líklegur til að þiggja mútur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins