fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Björn vill bíða niðurstöðu Dana í umskurðarmálinu – Segir Silju fara fram af „fljótræði“ og „hugsunarleysi“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. apríl 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, fjallar um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, um bann við umskurði drengja á heimasíðu sinni í dag. Björn er andsnúinn banninu og fjallar um hvernig frændur vorir Danir hafa tekið á málinu, en aðeins vantar um 11 þúsund manns á undirskriftarlista til þessað málið sé tekið fyrir á Danska þinginu,

Björn sendir Silju sneið fyrst:

„Að mál af þessum toga skuli flutt hér er í raun óskiljanlegt og ber það hugsunarleysi og fljótræði fyrsta flutningsmanns frumvarpsins gott vitni þegar hún lýsir undrun yfir að málið veki athygli um heim allan.“

 

Þá er Birni umhugað um hvaða áhrif bann við umskurði drengja gæti haft á stöðu Íslands í alþjóðlegu samhengi og segir að huga skuli að því hvernig Danir muni afgreiða málið, áður en ákvörðun er tekin hér heima:

„Páll Magnússon (S) er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Hann hefur sagt að málið verði afgreitt úr nefndinni. Óvíst er á hvern hátt það verður gert. Efnislega ætti að fara sömu leið og Svíar og Þjóðverjar. Þingnefndinni ber að kynna sér niðurstöðu dönsku ráðherranna hafi hún á annað borð áhuga á að átta sig á hvaða áhrif samþykkt frumvarpsins óbreytts hefur fyrir stöðu Íslands út á við.“

Í Danmörku hafa um 39.000 manns sett nafn sitt á undirskriftarlista þess efnis að það styðji borgaratillögu um að ekki megi umskera heilbrigð börn undir 18 ára aldri. Samkvæmt dönskum lögum þarf 50.000 nöfn á slíkan lista, eigi það að verða tekið til umræðu í þjóðþinginu.

Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði við danska ríkisútvarpið að það stangist á við hagsmuni Danmerkur að banna umskurð drengja og veiki stöðu landsins gagnvart bandamönnum sínum, sem hafi almennt stutt Dana í viðkvæmum málum, en muni ekki gera það í þessu máli.

Varnarmálaráðherra Danmerkur tók í sama streng og sagði þetta gífurlega pólitíska áhættu og dómsmálaráðherrann Søren Pape Poulsen, sem einnig er formaður Íhaldsflokksins, sagðist ekki ætla að styðja tillöguna, það jafngilti því að reka gyðinga frá Danmörku

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins