fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Staksteinar leiðrétta Loga: „Helber rangtúlkun á þessum tölum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinar Morgunblaðsins gera ummæli Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar í fréttum RÚV, að umfjöllunarefni sínu í dag. Er Logi sagður hafa rangtúlkað tölur um skiptingu auðs í landinu, en RÚV fær einnig sína daglegu sneið að venju:

„Skattgreiðendur vita að „RÚV“ umgengst Samfylkingu eins og einkabarnið sitt. Andrés á Viðskiptablaði skrifar í pistli að Logi Einarsson hafi brugðist svo við upplýsingum fjármálaráðherra í samtali við „RÚV “: Hér er misskipting að aukast, allur arður og eignir, sem eru að verða til, sem eru auðvitað miklar, þær eru að langstærstum hluta að fara til fámenns hóps á kostnað hinna auðvitað.“ Vandinn er sá, að þarna var Loga mótmælalaust eftirlátin helber rangtúlkun á þessum tölum.“

Þá segja Staksteinar að eigið fé ríkasta hluta þjóðarinnar hafi farið lækkandi, hlutfallslega:

„Í frétt á mbl.is í gær kom hins vegar hið augljósa fram: Eigið fé ríkasta 0,1% þjóðarinnar var rétt rúmlega 201 milljarður árið 2016 og hækkaði um tæplega 14 milljarða frá fyrra ári. Þetta eru um 218 fjölskyldur. Eigur þessa ríkasta hluta þjóðarinnar lækkuðu hins vegar sem hlutfall af heildareign landsmanna úr 6,7% í 6,3% og hefur hlutfallið lækkað frá árinu 2010 þegar það var 10,2%. Auðsælasti hluti þjóðarinnar á nú markvert lægri hlut eigin fjár í landinu en gerðist árið 2015 og miklu lægri hlut en í lok ársins 2010 (þegar Samfylkingin hafði setið í ríkisstjórn í fjögur ár!). Það er raunar rétt að staldra við árið 2010, því þá var einmitt Íslandsmetið í þessum efnum slegið. Hvorki fyrr né síðar á tímabilinu 1997–2016 hefur auðugasta 0,1% þjóðarinnar átt stærri hlut af kökunni en árið 2010, en gaman er að segja frá því að sama ár tók Logi fyrst sæti á þingi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti