fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Skúli vill stækka WOW: „Byrjuð að ígrunda hvort það eigi að taka inn meðeigendur“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 11:50

Skúli Mogensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW flugfélagsins, segir að það komi til greina að taka inn meðeigendur í félagið, en Skúli er eini eigandi þess:

„Við erum byrjuð að ígrunda hvort það eigi að taka inn meðeigendur,“

segir Skúli við Túrista.is.

Hann segir þá ákvörðun þó ekki vera tekna vegna fjárþarfar, heldur vegna þess að umfangið sé það mikið að áframhaldandi stækkun sé mjög dýr:

„Þá er annað hvort að hægja á rekstrinum eða taka inn aukið hlutafé til að hafa sterkari stoðir. Miðað við umfang rekstrarins þá erum við með lágt eiginfjárhlutfall sem helgast af því að ég byggði félagið upp frá grunni.”

Fyrsti ársfjórðungur þessa árs er sá versti í sögu Icelandair í um áratug, ef marka má nýja afkomuspá Arion banka fyrir flugfélagið og er hækkun olíuverðs og styrkingu krónunnar kennt um. Í greiningu Arion banka er lagt til að fargjöld verði hækkuð til að vega á móti þessari þróun.

Skúli er þessu ósammála, hann býst ekki við hækkun fargjalda og virðist treysta á aðhald í rekstri:

„Núna reynir á að hafa betri kostnaðarstrúktur en samkeppnisaðilarnir,”

segir Skúli.

Þjóðhagslegt mikilvægi flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW er í forgrunni um þessar mundir og færa má rök fyrir því að í krafti stærðar sinnar séu þau orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðuleika á Íslandi, líkt og stærstu bankar landsins. Þá er Ísland mun háðara ferðaþjónustu heldur en áður, en flugfélögin tvö standa fyrir um 80% af framboði flugsæta frá Keflavíkurflugvelli. Vægi innlendra flugfélaga er hvergi eins hátt, annars staðar í Evrópu.

Í ljósi ofangreindra upplýsinga var Skúli spurður hvort fyrirtækið væri orðið of stórt til að falla.

Svaraði hann því neitandi, en:

„Það yrði þó klárlega mikið högg ef annað flugfélagið færi og það tæki nokkur ár að ná einhverju jafnvægi. Það gefur augaleið.”

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“