fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Meirihluti landsmanna er andvígur áfengis- og tóbaksauglýsingum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti landsmanna segist andvígur því að leyfa birtingar áfengis- og tóbaksauglýsinga samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var í janúar. Rúmlega 60% svarenda sögðust andvíg því að áfengisauglýsingar væru heimilaðar en þar af sögðust tæp 42% vera mjög andvíg því. Stuðningur við heimilun áfengisauglýsinga var 18%. Athygli vekur að afstaða virtist nokkuð breytileg eftir kyni og aldri en karlmenn sögðust hlynntari birtingu slíkra auglýsinga en konur, auk þess sem andstaða gegn þeim jókst með aldri.

1604 Áfengisauglýsingar pie

Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að áfengisauglýsingar verði heimilaðar á Íslandi? Svarmöguleika voru: Mjög andvíg(ur), Frekar andvíg(ur), Hvorki né, Frekar hlynnt(ur), Mjög hlynnt(ur), Veit ekki og Vil ekki svara. Samtals tóku 98,6% afstöðu til spurningarinnar.

 

Afgerandi afstaða var gegn heimilun á birtingu tóbaksauglýsinga og lýstu 85% svarenda sig á móti heimilun slíkrar birtingar en alls 72% svarenda sem sögðust mjög andvígir henni. Stuðningur við heimilun slíkra auglýsinga var öllu minni en stuðningur við heimilun áfengisauglýsinga, eða um 5,5%.

 

1604 Tóbaksauglýsingar pie

Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að tóbaksauglýsingar verði heimilaðar á Íslandi? Svarmöguleika voru: Mjög andvíg(ur), Frekar andvíg(ur), Hvorki né, Frekar hlynnt(ur), Mjög hlynnt(ur), Veit ekki og Vil ekki svara. Samtals tóku 98,8% afstöðu til spurningarinnar.

Munur eftir lýðfræðihópum – áfengisauglýsingar
Stuðningur við heimilun áfengisauglýsinga reyndist meiri með lækkandi aldri. Af yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðust 26% vera fylgjandi heimilun auglýsinganna samanborið við 10% í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri). Þó lýsti meirihluti (51%) svarenda á aldrinum 18-29 ára yfir andstöðu gegn heimilun auglýsinga en sú skoðun var þó töluvert meira afgerandi hjá elsta aldurshópnum (79%). Andstaða reyndist nokkuð minni hjá körlum (52%) heldur en konum (69%) og lýstu karlar (27%) frekar stuðningi við heimilun auglýsinganna heldur en konur (9%). Lítill munur reyndist á afstöðu eftir búsetu svarenda og tekjum svarenda en andstaða jókst samfara auknu menntunarstigi þeirra.

Afstaða svarenda virðist tvískipt sé horft til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks (67%), Samfylkingar (72%) og Pírata (68%) sýndu umtalsverða andstöðu gegn heimilun áfengisauglýsinga. Hins vegar var sú andstaða minni hjá stuðningsfólki Sjálfstæðisflokks (47%), Viðreisnar (37%) og Bjartrar framtíðar (41%). Mestur var stuðningur við heimilun auglýsinganna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (49%) og Bjartrar framtíðar (40%) en minnstur hjá stuðningsfólki Framsóknaflokks (9%), Pírata (11%) og Samfylkingar (16%).

1604 Áfengisauglýsingar x

Munur eftir lýðfræðihópum – tóbaksauglýsingar
Stuðningur við heimilun tóbaksauglýsinga reyndist einnig meiri með lækkandi aldri en var þó almennt minni en stuðningur við heimilun áfengisauglýsinga. Af yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðust 8% vera fylgjandi heimilun birtinga tóbaksauglýsinga en athygli verkur að enginn svarenda elsta aldurshópsins (68 ára og eldri) sagðist fylgjandi slíkri heimilun. Þá lýsti stór meirihluti (76%) svarenda á aldrinum 18-29 ára yfir andstöðu gegn heimilun tóbaksauglýsinga en sú skoðun var þó töluvert sterkari í elsta aldurshópnum (95%). Bæði karlar (81%) og konur (91%) lýstu yfir mikilli andstöðu gegn heimilun tóbaksauglýsinga. Lítill munur reyndist á afstöðu eftir búsetu svarenda og tekjum svarenda en meiri andstaða mældist hjá svarendum með framhaldsskóla- (89%) eða háskólamenntun (91%) heldur en þeim sem eingöngu höfðu lokið grunnskólanámi (73%).

Sé horft til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsmenn nær allra flokkanna lýstu sig að miklum meirihluta (80% eða hærra) andvígir heimilun tóbaksauglýsinga. Stuðningur við heimilun tóbaksauglýsinga mældist 15% eða lægri hjá stuðningsmönnum allra flokka.

1604 Tóbaksauglýsingar x

 

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 928 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 25. til 30. janúar 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt