fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Styrmir um almannatengla: „Er verið að búa til eins konar svartan lista yfir einstaka blaðamenn?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 12:14

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, gerir fréttina um málaferli Framsóknarflokksins og almannatengslafyrirtækisins Forystu sem Eyjan fjallaði um í gær, að umtalsefni í pistli sínum. Framsóknarflokkurinn var sýknaður af kröfu Viðars Garðarssonar, framkvæmdarstjóra Forystu, sem krafðist rúmra fimm milljóna fyrir vinnu í tengslum við kosningarnar 2016. Héraðsdómari komst að þeirri niðurstöðu að vinnan hefði verið unnin fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, en ekki Framsóknarflokkinn og sýknaði því Framsóknarflokkinn.

Mesta athygli hafa þó vinnubrögð almannatengilsins Svans Guðmundssonar vakið, eiginmanns Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

„Þá kemur einnig fram, að eiginmaður borgarfulltrúa hafi verið fenginn til að framkvæma greiningu á því „hvaða blaðamenn voru að skrifa hvað“ og „hverjir hefðu verið Sigmundi Davíð(Gunnlaugssyni) erfiðastir“. Þetta eru óneitanlega fróðlegar upplýsingar. Ætli svona „greining“ á skrifum blaðamanna og hverjir eru tilteknum stjórnmálaleiðtogum „erfiðastir“ sé algeng meðal stjórnmálaflokka á Íslandi? Nú liggur ekkert fyrir um það hvort svo sé en svo virðist hafa verið í þessu tilviki. Hver ætli sé tilgangurinn með svona „greiningu“ á blaðamönnum? Hvað ætli sé gert við svona upplýsingar?“

Styrmir spyr síðan hvernig brugðist verði við þessum upplýsingum:

„Í kvikmyndinni The Post, sem vitnað var til hér á síðunni í gær, kemur fram hvernig þáverandi Bandaríkjaforseti ærðist yfir skrifum Washington Post og hótaði því að blaðamenn frá því blaði mundu aldrei aftur fá að stíga fæti inn í Hvíta Húsið! Er verið að búa til eins konar svartan lista yfir einstaka blaðamenn? Það verður fróðlegt að sjá hvernig blaðamannastéttin bregst við þessum upplýsingum og hver viðbrögð Blaðamannafélags Íslandsverða? Einhverjir úr þeim hópi hljóta að spyrja spurninga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki