fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Sigmundur Davíð skammar RÚV: „Er ekki hægt að birta skárri mynd af mér með fréttinni?“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að RÚV hafi viljandi sett fram villandi fyrirsögn og gefið í skyn að hann sjálfur hafi greitt fyrir rekstur síðunnar Veggurinn.is.

Frétt RÚV sem um ræðir byggir á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem almannatengslafyrirtækið Forysta ehf. krafði Framsóknarflokkinn um greiðslu upp á 5 milljónir króna í vangoldnar greiðslur. Margt forvitnilegt kom fram í dómnum sem varpar ljósi á það sem fór fram að tjaldabaki eftir að Panama-skjölin komu fram í dagsljósið, þar á meðal samskipti Sigmundar Davíðs, sem þá var formaður Framsóknarflokksins, við Viðar Garðarsson almannatengil og félag hans, Forysta ehf. Kom einnig fram að þegar Framsóknarflokkurinn hefði ekki greitt Viðari þá hafi hann haft samband við Sigmund sem hafi þá borgað Viðari rúma milljón. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Forysta ehf. hefði ekki verið að vinna fyrir Framsóknarflokkinn, heldur Sigmund sjálfan.

Sjá einnig: Almannatengillinn starfaði fyrir Sigmund Davíð

Viðar greindi frá því fyrir dómi að hann hefði smíðað vefsíðuna panamaskjolin.is, í framburði Viðars kom fram að með henni hefði verið ætlunin að „setja strik í sandinn og taka til varna“. Sagði Viðar hugmyndina hafa verið að Sigmundur gæti alltaf vísað í þennan vef ef Panama-skjölin kæmu upp kosningabaráttunni. Þá hefði í þriðja lagi verið smíðaður vefurinn islandiallt.is og lýsti Viðar því að sá vefur hafi verið ætlaður til að „sækja fram“. Aðspurður fyrir dómi nánar um hvaða þjónusta hafi verið veitt til stefnda Framsóknarflokksins á þessum tíma og hvað hafi verið fólgið í störfum Svans Guðmundssonar, eiginmanns vitnisins Guðfinnu Jóhönnu á þessum tíma, kvaðst Viðar hafa fengið hann til að vinna „ákveðna greiningarvinnu, hvaða blaðamenn voru að skrifa hvað“ og „hverjir hefðu verið Sigmundi Davíð erfiðastir.“

RÚV sagði frá því í frétt sinni um málið að Viðar hefði einnig verið skráður fyrir vefnum veggurinn.is, sem er vefsíða sem hefur talað máli Sigmundar Davíðs og Miðflokksins, en ekki er minnst á veggurinn.is í dómi héraðsdóms. Veggurinn hefur ekki verið virkur frá því síðasta haust, síðasta færsla var sett inn 12.október 2017, skömmu fyrir Alþingiskosningar.

Skjáskot af vef RÚV. Sigmundur er ekki sáttur við myndavalið.

Sigmundur Davíð segir framsetningu RÚV á málinu „villandi“ og það ekki í fyrsta sinn. Hann hafi ekki greitt fyrir rekstur veggurinn.is né ábyrgst vinnu Viðars fyrir Framsóknarflokkinn:

„Ég kom ekkert að stofnun vefsíðunnar Veggsins og bauðst aldrei til að greiða fyrir síðuna eða fréttir á henni né var ég beðinn um það,“

segir Sigmundur Davíð á Facebook. Hann segir að veggurinn.is hafi að vísu oft verið á sömu línu og hann sjálfir, þar á meðal í gagnrýni á RÚV, þar liggi ef til vill hundurinn grafinn:

„Ég setti hins vegar upp síðuna panamaskjolin.is til að birta allar upplýsingar og svör við öllum spurningum um þau mál (því ekki gerði rúv það). Það er ótengt þessu.“

Sigmundur Davíð minnist þó ekki á í færslu sinni að á vefnum panamaskjolin.is er sagt að vefnum sé „viðhaldið af stuðningsmönnum Sigmundar og Önnu“ þó það hafi verið hann sjálfur sem hafi sett upp síðuna, en það kemur ekki fram á vefnum.

Gefur Sigmundur Davíð sterklega til kynna að hann sé ekki vinsæll á fréttastofu RÚV, þvert á móti sé mynd af honum með skotmarki inni á fréttastofunni. Hann segir svo að lokum:

„Svo segi ég eins og Dagur, er ekki hægt að birta skárri mynd af mér með fréttinni? (Þótt ég viðurkenni reyndar að í mínu tilviki gæti það verið erfitt).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2