fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Samfylkingin um fjármálaáætlunina: „Hagstjórnarleg mistök og kosningasvik“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. apríl 2018 12:58

Logi Már Gripinn þegar keypti veip.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag í lokaorðum umræðu um málið:

„Þótt ég hafi kannski vitað í grófum dráttum hvað var í vændum eftir að hafa lesið fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar, verð ég að viðurkenna að ég leyfði mér að vona að áhrif Vinstri-grænna yrðu til þess að framlög myndu nægja betur til að takast á við bráðavanda ýmissa innviða, grípa til varna fyrir lág- og millitekjufólks og til þess að milda hömlulausa hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að skattamálum,”

sagði Logi.

Í tilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að yfirlýsingar stjórnarliðsins um uppbyggingu í heilbrigðis- og velferðarkerfi, samgöngu- og menntakerfi, hafi allar verið hraktar:

„Eftir loforðaflaum í síðustu kosningum biðu margir eftir þessu mikilvæga plaggi sem fjármálaáætlunin er – því það sýnir forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar svart á hvítu.Ríkisstjórnin hefur í kjölfarið komið fram með stórkostlegar yfirlýsingar stjórnarliðsins um að fram undan sé mikil uppbygging heilbrigðis- og velferðarkerfisins, samgöngu og menntakerfisins – en ein af annarri hafa þær verið hraktar af stjórnarandstöðunni, forstöðumönnum, viðskiptalífi og almenningi.“

Þá segir einnig að engin framsýni sé í fjármálaáætluninni, heldur hagstjórnarleg mistök og kosningasvik:

„Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýnir enga framsýni í fjármálaáætlun. Í henni birtist gamaldags hægri stefna sniðin að sérhagsmunum efsta lags samfélagsins og allar líkur eru á að hún auki misskiptingu í landinu. Raunar má segja að í þessu felist bæði hagstjórnarleg mistök og kosningasvik, þar sem stórsókn í innviðauppbyggingu er langt frá því sem flokkarnir lofuðu fyrir kosningar. Betra hefði verið að afla tekna fyrir útgjöldum: Hlífa fólki með lágar- og meðaltekjur en sækja tekjur til þeirra sem allra best hafa það.“

Þá segir að lokum í tilkynningu:

„Þótt hægt sé að benda á jákvæða punkta í áætluninni er forgangsröðunin röng og þingmenn Samfylkingarinnar hafa gagnrýnt eftirfarandi atriði harðlega:

*   20-30 milljarða tekjur eru gefnar eftir á toppi uppsveiflunnar sem aðallega gagnast þeim tekjuhæstu og bönkum

*   Barnabætur og vaxtabætur standa í stað

*   Tekjuskattbreytingarnar gagnast þeim tekjuhæstu þrisvar sinnum betur en tekjulægstu

*   Framlög til aldraðra og öryrkja samsvarar aðallega fjölgun þessara hópa

*   Samneysla dregst saman næstu fimm ár þvert á loforð

*   Framhaldsskólarnir fá nánast ekki krónu í viðbót

*   Háskólarnir fá þrisvar sinnum minna en ríkisstjórnin lofaði

*   Framlög til samgöngumála eru allt of lág til að mæta bráðavanda og ná ekki einu sinni 10 ára meðaltali framlaga til málaflokksins

*   Nægt rekstrarfé til spítalanna ekki tryggt.

*   Framlög til uppbyggingar leiguíbúða er lækkað um helming

*   Framlög til ferðamála lækka

*   Veiðigjöld og hvers kyns auðlindarenta stendur í stað

*   Framlög til menningar, lista, íþrótta og æskulýðsmála lækka

Ríkisstjórnin á að senda skýr skilaboð um bættan hag barna, ungra fjölskyldna á Íslandi og þeirra sem minnst hafa handa á milli, með því að styrkja húsnæðiskerfið, húsnæðis- og vaxtabætur, barnabætur og hækka persónuafsláttinn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gerir ekkert af þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn