fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Mesta íbúafjölgun í Reykjavík í tæp 30 ár

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 21:01

Búseti hefur byggt 203 íbúðir í Einholti og Þverholti sem gera það að verkum að íbúum í Norðurmýri fjölgar um sjö prósent.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 2,4% árið 2017 eða tæplega 3000 manns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, byggt á tölfræði frá Hagstofu Íslands. Fjölgunin er sú mesta á einu ári í Reykjavík síðan 1988, þegar Grafarvogurinn var að byggjast upp.

Um er að ræða verulega breytingu frá því sem verið hefur undanfarna áratugi, sem hafa einkennst af fremur hófstilltum vexti. Fjölgunin er einnig vel yfir langtímaviðmiði aðalskipulags, þar sem gengið er út frá tæplega 1% meðalvexti á ári til ársins 2030.

Fjölgar mest á nýbyggingarsvæðum

Í einstökum hverfum er fjölgunin mest í Úlfarsárdal eða rúm 38% en þar hefur verið byggt mikið á undanförnum árum. Í Hamrahverfi í Grafarvogi fjölgar einnig um rúm 12% en þar skýrir uppbygging í Bryggjuhverfi fjölgunina en þar eru 280 íbúðir að byggjast upp.  Íbúafjölgun í Bryggjuhverfinu sjálfu er tæp 30%.

Einnig verður veruleg íbúafjölgun í Norðurmýri eða rúmlega 7%, en innan þess hverfis eru meðal annars nýbyggingar í Smiðjuholt þar sem Búseti hefur byggt um 203 íbúðir.

Lítils háttar fækkun innan Hringbrautar

Íbúafækkun milli ára í rótgrónum hverfum heyrir til undantekninga, en fækkun getur verið viðbúin vegna hinnar almennu langtímaþróunar um fækkun í heimili. Það er einkum í eldri úthverfum, austan Elliðaáa, sem greina má fækkun milli ár. Undantekningin frá þessu er í Efra-Breiðholti en þar er óvenju mikil fjölgun.

Fækkun íbúa á svæðinu innan Hringbrautar er aðeins lítilsháttar, 0,07% í Gamla Vesturbænum en 0,34% í Austurbænum. Það er athyglisvert í ljósi þess að margar íbúðir hafa verið nýttar til útleigu ferðamanna en nýbyggðum íbúðum á svæðinu, sem teknar hafa verið í notkun og vega mögulega á móti áhrifum skammtímaleigunnar, fjölgar óverulega milli ára.

Haraldur Sigurðsson sérfræðingur á skrifstofu sviðsstjóra á umhverfis- og skipulagssviði tók saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“