fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Fulltrúar Bjartrar framtíðar reknir úr ráðum Hafnarfjarðar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 08:43

Hafnarfjörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni, bæjarfulltrúum Bjartar framtíðar í Hafnarfirði, hefur verið vikið úr öllum nefndum og ráðum sem þau sátu í fyrir hönd BF, af meirihluta Sjálfstæðismanna. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu og Fjarðarfréttum.

Forseti bæjarstjórnar, Guðlaug Kristjánsdóttir, lagði fram tillögu þess efnis á bæjarstjórafundi í gær að víkja tvíeykinu frá, en þessi niðurstaða hefur legið í loftinu eftir úrsögn þeirra Guðlaugar Kristjánsdóttur og Einari Birki Einarssyni úr flokknum.

Eiga Helga Björg Arnardóttir og Hörður Svavarsson að koma inn í staðinn.

Það hitnaði í kolunum á fundinum í gær hvar tillögu Guðlaugar var harðlega mótmælt af Gunnari Axel Axelssyni, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Gera þurfti klukkustundar hlé á fundinum og vísa gestum út, en ómur af öskrum bæjarfulltrúa heyrðust víst út á götu samkvæmt Fjarðarfréttum.

Tillagan var að lokum samþykkt með sjö atkvæðum, en fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sátu hjá og létu bóka að þau gætu ekki tekið afstöðu með málinu eins og það var sett fram.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ákvörðunin þegar verið kærð til ráðuneytisins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“