fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Svandís snýr vörn í sókn – Boðar betri þjónustu þrátt fyrir afnám Hugarafls

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Líkt og Eyjan greindi frá  gagnrýndi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra harðlega fyrir að „eyðileggja“ Hugarafl, samtök sem hafa lagt þeim lið er glíma við geðræn vandamál, með því að rifta samningi samtakanna við heilsugæslu Reykjavíkur, sem hefur það í för með sér að samtökin verða húsnæðislaus og ekki útséð með áframhaldandi rekstur. Um 800 manns nýta sér þjónustu Hugarafls.

Velferðarráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem boðuð er stórsókn í geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu og fullyrt að þó svo að teymið Geðheilsu-eftirfylgd, sem starfað hefur með Hugarafli í gegnum heilsugæsluna, verði lagt niður, muni það ekki leiða til þjónustuskerðingar. Þeir sem sótt hafa þjónustu sína þangað, fái áfram þjónustu „í samræmi við þarfir hvers og eins.“

 

Tilkynningu Velferðarráðuneytisins má lesa hér að neðan:

 

Verið er að stórefla geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu í samræmi við aðgerðaáætlun Alþingis á sviði geðheilbrigðismála. Ný geðheilsuteymi sem verið er að koma á fót í öllum heilbrigðisumdæmum munu veita gagnreynda, batahvetjandi meðferð og halda í heiðri hugmyndafræði valdeflingar í þágu notenda.

Velferðarráðuneytið vill koma því skýrt til skila að ákvörðun um að leggja niður teymið Geðheilsu-eftirfylgd sem starfað hefur innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2003 í nánum tengslum við félagasamtökin Hugarafl mun ekki leiða til þjónustuskerðingar eins og skilja hefur mátt á opinberri umræðu að undanförnu. Þvert á móti er verið að ráðast í stórfelldar skipulagsbreytingar með stofnun nýrra geðheilsuteyma um allt land sem fela í sér stórsókn til bættrar geðheilbrigðisþjónustu við landsmenn óháð búsetu. Þeir sem verið hafa hjá Geðheilsu-eftirfylgd fá áfram þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins hjá nýjum geðheilsuteymum.

Gera þarf greinarmun á Geðheilsu-eftirfylgd og starfsemi félagasamtakanna Hugarafls

Félagasamtökin Hugarafl voru stofnuð árið 2003 og hafa frá upphafi gegnt mikilvægu hlutverki sem virkur hópur fagfólks og notenda geðheilbrigðiþjónustunnar með hugmyndafræði notendasamráðs og valdeflingar að leiðarljósi. Forsvarsmenn Hugarafls áttu ríkan þátt í því að innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var sett á fót teymið Geðheilsa-eftirfylgd sem hefur frá upphafi verið rekið fyrir opinbert fé en í tengslum við félagasamtökin Hugarafl. Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Geðheilsu-eftirfylgdar er einn af stofnendum Hugarafls og situr í stjórn þess. Starfsemi Hugarafls hefur jafnframt verið rekin í sama húsnæði og Geðheilsa-eftirfylgd og hefur Hugarafl haft þá aðstöðu án endurgjalds.

 

Hugarafl er eitt af mörgum þekktum dæmum um frjáls félagasamtök sem hafa beitt sér fyrir þjónustu sem felur í sér nýmæli og mætt tilteknum þörfum notenda sem hið opinbera hefur ekki sinnt sem skyldi. Með ályktun Alþingis um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára sem samþykkt var í apríl 2016 liggur fyrir skýr áætlun um uppbyggingu og eflingu geðheilbrigðisþjónust á landsvísu sem þegar er komin vel á veg. Stöðum sálfræðinga  hefur verið fjölgað til muna innan heilsugæslunnar. Geðheilsuteymi sem þjónar íbúum Reykjavíkur austan Elliðaáa hefur þegar tekið til starfa, annað teymi fyrir íbúa Reykjavíkur vestan Elliðaáa tekur til starfa innan skamms, það þriðja í Kraganum í byrjun næsta árs og á Austurlandi er slíkt teymi þegar starfrækt. Fyrir lok næsta árs verða þverfagleg geðheilbrigðisteymi orðin hluti af opinberri heilbrigðisþjónustu með starfrækslu þeirra í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Fjármögnun þessarar sóknar í geðheilbrigðisþjónustu birtist í fjármálaáætlun stjórnvalda sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.

Samráðsvettvangur geðúrræða á höfuðborgarsvæðinu

Nýlega barst heilbrigðisráðherra erindi frá samráðsvettvangi geðúrræða á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er eftir „nánara samstarfi og samfellu milli frjálsra úrræða á geðheilbrigðissviði, heilsugæslu og félagsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu“. Að samráðsvettvangnum standa fulltrúar Dvalar í Kópavogi, Geðhjálpar, Geðverndarfélags Íslands, Hlutverkaseturs, Klúbbsins Geysis, Lækjar í Hafnarfirði og Vinjar í Reykjavík.

Frjáls félagasamtök og sjúklingasamtök hafa í gegnum tíðina gegnt mikilvægu hlutverki í samfélaginu, bæði með stuðningi og ýmis konar þjónustu við félagsmenn sína, en einnig með því að veita stjórnvöldum aðhald og stuðla að framþróun og nýjungum á sviði þjónustu og meðferðar segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Þetta frumkvöðlastarf sé mikils virði en það sé bæði rétt og skylt að hið opinbera axli ábyrgð á að veita almenningi geðheilbrigðisþjónustu og að hún sé hluti af almennri grunnþjónustu heilsugæslunnar. „Ég fagna erindi samráðsvettvangsins sem býður fram þekkingu sína og vilja til samvinnu í því skyni að stuðla að heildstæðari þjónustu innan málaflokksins með áherslu á samfellu milli ólíkra úrræða heilsugæslu og félagsþjónustu. Samvinna og samráð er yfirleitt lykillinn að góðum árangri og ég vona að félagasamtökin Hugarafl séu einnig reiðubúin til að taka þátt í samráði og samstarfs á þessum vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims