fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Athvarf bernsku minnar og lengi síðar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. mars 2018 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókabúð Máls & menningar var athvarf bernsku minnar, líkt og sagði um Austurstræti í kvæði Tómasar. Ég fór að koma þangað með föður mínum þegar ég smástrákur. Stundum var ég óþolinmóður þegar hann lenti í löngum samræðum við fólk í búðinni. Magnús Torfi Ólafsson seldi þá erlendar bækur á efri hæðinni og var afskaplega óljúgfróður um bókmenntir – upp úr því varð hann menntamálaráðherra (nei, Óttarr Proppé er ekki eini maðurinn sem hefur farið út bóksölu í ráðherradóm).

Svo var ég giska ungur þegar ég fór að venja komur mínar í búðina sjálfur ásamt vinum mínum. Maður fór eiginlega ekki í bæinn án þess að líta við í bókabúðinni. Þá var Sigfús Daðason yfir bókaútgáfu Máls & menningar, maður sá hann ganga upp og niður stigann, Anna Einarsdóttir og Ester seldu bækur niðri og Ólafur Þórðarson frændi minn.

Þetta var eitt helsta menningarsetur Reykjavíkur. Úrvalið af bókum var feikilega gott, maður vissi nokkurn veginn hvað var í hillunum, tók eftir því þegar bættust við nýir titlar. Maður var ungur og blankur og fékk ekki nóg af bókum, ég get játað það núna að maður átti það til að stinga á sig bók og bók. Svo fór maður í tíma í menntaskólanum og var snupraður fyrir að lesa Thomas Mann í kennslustund í staðinn fyrir að fylgjast með kennslunni hjá Ómó.

Bókabúðirnar í bænum hafa breyst. Þær eru orðnar minjagripabúðir í aðra röndina og kaffihús. Lifa aðallega á túristunum eins og flest annað í bænum. Úrvalið af bókum hefur minnkað. Titlarnir ná ekki langt aftur í tímann. Þær þrauka samt enn sumar og það er skemmtilegt að þær séu opnar langt fram á kvöld.

Nú les maður að bókabúð Máls & menningar sé til sölu. Hún er reyndar allsendis ótengd gamla bókaforlaginu sem rann inn í Forlagið. En þarna er merkileg saga að baki. Þarna hefur verið bókabúð síðan snemma á sjöunda áratugnum. Húsið var byggt af útgáfufélaginu sjálfu og gekk undir nafninu Rúblan vegna þess að sögur komust á kreik að það væri byggt fyrir fé frá Sovétríkjunum. Arkitektinn var sósíalistinn Sigvaldi Thordarson.

Á þessum vef hérna lés ég að svohljóðandi bréf hafi farið til fólks sem gæti haft áhuga á rekstri bókabúðar. Það væri sorglegt ef einhver önnur starfsemi tæki við – guð forði, ekki veitingahús eða stór lundabúð!

Er með rekstur til sölu á einum besta stað við Laugaveginn rétt fyrir ofan Bankastræti. Um er að ræða verslun á tveimur hæðum og kjallari.  Hluti af efri hæðinni er rekin sem veitingahús en hinar hæðirnar eru reknar sem bókaverslun. Hægt er að stækka veitingareksturinn,  minnka bókaverslunina og bæta við annars konar seljanlegri vöru en það eru margir möguleikar þar.

    Frábær staðsetning fyrir allskonar gjafavörur í miðdepli ferðamannastraumsins. Þarna getur verið allskonar verslunar og veitingarekstur.

 

Jónsteinn Haraldsson bóksali í bókabúð Máls & menningar 1979. Þarna má sjá hvað búðin er frábærlega hönnuð að innan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki