fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Miðflokkurinn þurrkast út af þingi samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 06:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að áhrifa Klaustursmálsins gæti þegar fylgi stjórnmálaflokka er annars vegar því samkvæmt nýrri könnun myndi Miðflokkurinn þurrkast út af þingi ef kosið væri í dag og fengi aðeins um þriðjung þess fylgis sem hann fékk í síðustu kosningum.

Könnun var gerð 3. og 4. desember af Zenter fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Samkvæmt niðurstöðunum myndi Miðflokkurinn fá 4,3 prósent atkvæða í dag og fengi því ekki mann kjörinn á þing. Fylgi flokksins mælist 1,5 prósentustigum hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Ef miðað er við efri vikmörk mælingarinnar fengi flokkurinn jöfnunarþingmenn en engan kjördæmakjörinn þingmann.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 21,4 prósent og Samfylkingar 20,8 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist um 4 prósentustigum minna en í kosningunum á síðasta ári en Samfylkingin bætir við sig tæplega 9 prósentustigum frá kosningum. Píratar mælast með 5 prósentustigum meira fylgi en í kosningunum og mælast nú með 14,4 prósent.

VG mælist með 12,7 prósent en fékk tæplega 17 prósent í kosningunum. Viðreisn sækir í sig veðrið og mælist með 9,1 prósent en fékk 6,7 prósent í kosningunum. Framsóknarflokkurinn tapar fylgi, mælist nú með 8,5 prósent en fékk 10,7 prósent í kosningunum. Flokkur fólksins tapar fylgi, mælist nú með 5,7 prósent en fékk 6,9 í kosningunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun